Þátttaka í útboði

Index: 0

Gögn vegna útboðs Hampiðjunnar hf. / Hampiðjan hf. Offering material

24.05.2023

Hlutafjárútboð Hampiðjunnar hf. mun standa yfir frá kl. 10:00, fimmtudaginn 25. maí nk., til kl. 14:00 föstudaginn 2. júní.

Opinn kynningarfundur verður haldinn kl. 10:00 þriðjudaginn 30. maí 2023 í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19. Vefstreymið verður aðgengilegt á vef Arion banka og hér á vefsíðu Hampiðjunnar.

Áskriftarvefur

Tekið verður við áskriftum rafrænt á áskriftarvef útboðsins, sem finna má hér. Áskriftarvefur opnar fimmtudaginn 25. maí, klukkan 10:00.

Um útboðið

 • Útboðið hefst kl. 10:00 þann 25. maí 2023 og lýkur kl. 14:00 2. júní 2023.
 • Stærð útboðsins eru 85.000.000 hlutir í formi nýrra hlutabréfa í Hampiðjunni hf. („Hampiðjan“ eða „Útgefandi“).
 • Í boði eru tvær áskriftarbækur, áskriftarbók A fyrir áskriftir frá 100.000 kr. til 20 m.kr. og áskriftarbók B fyrir áskriftir yfir 20 m.kr.
 • Heimild er til að færa hluti milli áskriftarbókar A og B.
 • Verð á hlut í útboðinu er 120 kr. í áskriftarbók A en í áskriftarbók B er lágmarkstilboð 120 kr. fyrir hvern hlut.
 • Arion banki er umsjónaraðili útboðsins.
 • Áætlað er að niðurstöður útboðsins verði tilkynntar eigi síðar en 5. júní 2023.
 • Útgefandi áskilur sér einhliða rétt til að ákvarða úthlutun í útboðinu.
 • Eindagi fjárfesta á áskriftarloforðum er áætlaður 7. júní fyrir kl. 16:15 fyrir greiðslur yfir 10 m.kr. en hægt er að greiða lægri fjárhæðir til kl. 21:00.
 • Afhendingardagur hluta er áætlaður 9. júní 2023
 • Fyrsti viðskiptadagur á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. er áætlaður 9. júní 2023.

 

 

Áskriftarbók A

Áskriftarbók B

Stærð áskrifta

Áskriftir frá 100.000 kr. – 20.000.000 kr.

Áskriftir yfir 20.000.000 kr.
 

Útboðsgengi

Fast verð 120 kr.

Tilboð skulu gerð á eða yfir lágmarksverði 120 kr. á hlut. Salan fer fram á föstu verði, sem ákvarðast jafnt og það lægsta af samþykktum tilboðum.

Stærð útboðs

Til sölu verða 17.000.000 hlutir (20% af stærð útboðsins)

Til sölu verða 68.000.000 hlutir (80% af stærð útboðsins)

Úthlutun

Útgefandi áskilja sér einhliða rétt til að ákvarða úthlutun í útboðinu. Áskriftir í Áskriftarbók A má skerða hlutfallslega, takmarka við hámarksfjölda hluta og/eða lækka eða hafna á hvern þann veg sem Útgefanda hugnast. Þó verður leitast við að skerða ekki áskriftir almennra fjárfesta undir 500.000 kr. og að skerða ekki áskriftir stafsmanna Hampiðjunnar að neinu leyti.

Útgefandi áskilur sér einhliða rétt til að ákvarða úthlutun í útboðinu. Áskriftir í Áskriftarbók B má skerða hlutfallslega, takmarka við hámarksfjölda hluta og/eða lækka eða hafna á hvern þann veg sem Útgefanda hugnast. Úthlutun í Áskriftarbók B grundvallast á verði, en auk þess verður horft til þess að styðja við önnur langtímasjónarmið Útgefanda er snúa sem dæmi að dreifðu eignarhaldi og heilbrigðum viðskiptum á eftirmarkaði.

 

Frekari upplýsingar um útboðið

Fjárfestum er heimilt að breyta áskrift sem þeir hafa þegar lagt fram í útboðinu á útboðstímabilinu með því að leggja fram annað tilboð eða fella niður tilboð sem þegar hefur verið lagt fram. Allar áskriftir sem hafa ekki verið felldar niður á áskriftartímabilinu eru bindandi fyrir viðkomandi fjárfesti í lok útboðstímabilsins. Útgefandi áskilur sér rétt til að innheimta áskriftir til samræmis við fyrirmæli laga, eða úthluta hlutabréfum áskrifanda sem ekki greiðir á gjalddaga til annarra fjárfesta, án frekari fyrirvara að viðvörunar.

Umsjónaraðili útboðs áskilur sér rétt til að krefjast staðfestingar á greiðslugetu eða tryggingar fyrir greiðslu áskrifta frá áskrifendum. Verði áskrifandi ekki við þessari kröfu umsjónaraðila innan þess frests sem gefinn er, áskilur söluaðili sér rétt til að ógilda áskrift viðkomandi áskrifanda að hluta eða í heild. Umsjónaraðili metur einhliða hvort staðfesting á greiðslugetu eða trygging teljist fullnægjandi. Lögaðilar sem taka þátt í útboðinu eru skyldugir til þess að vera með LEI-auðkenni. Liggi gilt LEI-auðkenni ekki fyrir við lok áskriftartímabils mun áskrift vera felld niður. Útgefandi og umsjónaraðili áskilja sér rétt til að hafna áskriftum, án fyrirvara eða aðvörunar.

Útboðið er eingöngu markaðssett á Íslandi og er þátttaka í áskriftarbók A heimil öllum þeim einstaklingum og lögaðilum sem hafa bæði íslenska kennitölu og eru fjárráða í skilningi lögræðislaga nr. 71/1997, með þeim takmörkunum sem af lögunum kunna að leiða. Þar af leiðir að einstaklingum sem ekki hafa náð 18 ára aldri, sem og þeim einstaklingum sem ekki ráða búi sínu sjálfir, er ekki heimil þátttaka í útboðinu. Þátttaka í áskriftarleið B er háð sömu skilyrðum, auk þess sem lágmarksfjárhæð áskriftar er yfir 20 m.kr.

Útgefandi áskilur sér rétt til að falla frá útboðinu ef Nasdaq Iceland hf. hafnar umsókn félagsins um töku til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland, ef áskrift er ekki móttekin fyrir alla hluti sem boðnir eru til sölu í útboðinu, eða af einhverjum öðrum ástæðum sem Útgefandi telur gefa tilefni til. Í slíkum tilvikum verða áskriftir og úthlutanir þá gerðar ógildar. Nasdaq Iceland hf. mun tilkynna opinberlega um fyrsta dag viðskipta með hlutabréf í Hampiðjunni hf. á Aðalmarkaði, en áætlað er að hann verði þann 9. júní 2023.

Minnt er á að hlutabréf eru áhættusöm fjárfesting sem getur byggst á væntingum en ekki loforðum. Áður en tekin er ákvörðun um fjárfestingu í hlutabréfum í Hampiðjunni hf. skulu fjárfestar kynna sér alla skilmála útboðsins og upplýsingar um Hampiðjuna hf., sem finna má í lýsingu Hampiðjunnar hf., sem dagsett er 24. maí 2023, auk annarra gagna, fyrirvara og upplýsinga sem birt eru í tengslum við útboðið og fyrirhugaða skráningu á Nasdaq Iceland.

Arion banki hf. hefur umsjón með hlutafjárútboði Hampiðjunnar hf.

Upplýsingar og tæknilega aðstoð vegna útboðsins veitir Verðbréfaráðgjöf Arion banka hf. í síma 444-7000 frá 9:30 til 15:30 og í tölvupósti hampidjan@arionbanki.is

Share Offering of Hampiðjan hf.

The Subscription Period will commence at 10:00 GMT, Thursday 25 May 2023 and end at 14:00 GMT, Friday 2 June 2023.

An open investor meeting will be held at 10:00 GMT Tuesday 30 May 2023 at the headquarters of Arion Bank, Borgartún 19. Live stream will be accessible on Arion Bank‘s website and here on Hampiðjan‘s website.

Subscription website

Subscriptions shall be registered electronically via a subscription system on the subscription website, which can be found here. The subscription website opens on Thursday 25 May 2023, at 10:00 GMT.

About the Offering
 • The Subscription Period will begin at 10:00 GMT on 25 May 2023 and end at 14:00 GMT on 2 June 2023.
 • The Offering will be split into two Order Books, Order Book A for subscriptions from ISK 100,000 to ISK 20 million and Order Book B for subscriptions over ISK 20 million.
 • The Offering consists of 80,000,000 Offer Shares in Hampiðjan hf. („Hampiðjan“ or the “Issuer”).
 • The Issuer reserves the right to alter the ratio of Offer Shares allocated between Order Book A and Order Book B.
 • The Offer Price is ISK [X] per share in Order Book A and in Order Book B the Offer Price should be equal to or higher than the minimum Offer Price of ISK [X] per share.
 • Arion Bank is the Manager of the Offering.
 • The result of the Offering is expected to be announced no later than on 5 June 2023.
 • The Issuer has unilateral authority to determine allocation of Offer Shares.
 • The final due date for the purchase price is on 7 June 2023 before 16:15 GMT for payments over ISK 10 million but for other amounts it is possible to pay until 21:00 GMT.
 • Delivery date of the Offer Shares is expected to be on the 9 June 2023.
 • First day of trading on the Regulated Market of Nasdaq Iceland is expected to be on 9 June 2023.
 • The subscription website is accessible through this website during the subscription period.

 

 

Orderbook A

Orderbook B

Subscription amounts

Subscriptions amounting from ISK 100,000 - ISK 20,000,000.

Subscriptions over ISK 20,000,000.
 

Share price

Fixed price of ISK 120 per share.

Offer Price should be equal to or higher than the minimum price of ISK 120 per share. All Offer Shares will be sold at the same price, determined by a book building process.

Base offering size

16,000,000 Offer Shares are offered for sale (20% of the Offering size).

64,000,000 Offer Shares are offered for sale (80% of the Offering size).

Allocation

The Issuer has sole discretion to reduce or reject any subscription. Subscriptions in Order Book A may be reduced proportionally, limited to a maximum number of Shares and/or reduced or rejected in another manner at the sole discretion of the Issuer. However, efforts will be made not to reduce subscriptions below ISK 500,000. Efforts will also be made not to reduce subscriptions made by employees of Hampiðjan.

The Issuer has sole discretion to reduce or reject any subscription. Subscriptions in Order Book B may be reduced proportionally, limited to a maximum number of Shares and/or reduced or rejected in another manner at the sole discretion of the Issuer. Allocation in Order Book B will be made on the basis of price, consideration towards strengthening the shareholder base as well as supporting healthy trading in the aftermarket.

 

Further information on the offering

Investors are entitled to change an order which they have confirmed and delivered on the order form in the Offering during the Subscription period, by submitting an additional order or cancelling an order already submitted. All orders that have not been cancelled during the Subscription period are binding for the respective investor at the end of the Subscription period. The Issuer reserves the right to collect all subscriptions in accordance with law. If an investor does not complete payment by the due date the Issuer reserves the right to distribute the Offer Shares to other subscriber(s) without further notice or warning.

The Issuer and the Manager of the Offering reserve the right to request proof of funds or demand confirmation of investors´ ability to pay and/or provide collateral for payment from investors. If subscriber does not comply, the Issuer reserves the right to reject and invalidate the subscription of the investor, in whole or in part. The Issuer has sole discretion to decide whether confirmation of the ability to pay and/or collateral is sufficient. The Issuer reserves the right to reject and invalidate the subscription of the investor if the LEI number of corresponding legal identity does not exist. The Issuer reserves the right to reject subscriptions without further notice or warning.

The Offering is only marketed in Iceland and Icelandic jurisdiction. Participation in Order Book A is open to anybody with an Icelandic identification number and who are competent pursuant to Act no 71/1997, or, for legal persons, are registered in the Icelandic register of enterprises. Individuals who are under the age of 18 or do not have autonomy over their finances are not permitted to participate in the Offering. Participation in Order Book B is subject to the same requirements, with the addition of a minimum subscription of over ISK 20 million.

The Issuer reserves the right to cancel the Offering if Nasdaq Iceland rejects the Issuer’s application for admission to trading on the Regulated Market of Nasdaq Iceland (the “Application”), if subscriptions are not received for all New Shares in the Offering, or for any other reason at its sole discretion. In these events, all orders for Offer Shares in the Offering and allocations made on the basis thereof will be invalidated. Nasdaq Iceland hf. will publish the first possible day of trading with Offer Shares in Hampiðjan hf. on the Regulated Market of Nasdaq Iceland, expected to be on 9 June 2023.

Investment in securities involves risk, and decisions to invest may be based on expectations rather than promises. Before deciding to participate in Hampiðjans´ Offering, investors should review and analyze the terms of the offering and information presented in the Prospectus, dated 24 May 2023 and other documents, disclaimers and information made available and presented in the offering materials and in relation to the offering and listing of shares on the Regulated Market of Nasdaq Iceland.

Lykildagsetningar / Key dates


Útboðstímabil:

25. maí  – 2. júní 2023

Áætlaður tilkynningardagur um niðurstöður útboðsins:
5. júní 2023

Eindagi greiðslu:
7. júní 2023

Áætlaður afhendingardagur bréfa og fyrsti viðskiptadagur:
9. júní 2023

The Subscription Period:
25 May – 2 June 2023

Expected date for publication of results:
5 June 2023

Final Payment Date:
7 June 2023

Planned first day of trading and delivery of shares:
9 June 2023

Please fill in the below details in order to view the requested content.