BREIÐDRÁTTARTAUGAR

Fyrstu DynIce breiðdráttartaugarnar voru teknar í notkun árið 1993 og  komu í stað stálvírs á botnlagsrannóknaskipum. Síðan þá hafa þær verið fyrsti valkostur helstu botnlagsrannsóknafyrirtækja. Helstu kostir þeirra eru einstakt slitþol og afar endingargóð hlífðarflétta til að vernda dráttartaugina fyrir núningi og skurðum. Auk þess hafa þær komið einkar vel út úr stálvírsklippiprófum miðað við svipaðar taugar.

Í nýjustu kynslóð þessara dráttartauga er notast við nýjasta og háþróaðasta efni sem til er frá Dyneema®. Trissuhlutinn um borð er úr DynIce Ultrabend og meginhlutinn úr DynIce 75. Ytri endinn, næst við hlerann, er af tvöfaldri þykkt svo  meira viðnám sé gegn því álagi sem þar getur myndast. Breiðdráttartaugin er engu að síður í einu lagi þar sem efnið og samsetningin breytast smám saman eftir því sem tauginni vindur áfram og engin samskeyti eru sjáanleg.

Please fill in the below details in order to view the requested content.