Hampiðjan styrkir UFS áherslur sínar með ráðningu yfirmanns sjálfbærnismála
22.09.2023
Umhverfis-, félags- og stjórnarhættir (UFS e. ESG) hafa orðið sífellt mikilvægari í rekstri fyrirtækja. Sem leiðandi fyrirtæki í veiðarfæraiðnaði og framleiðslu fiskeldisbúnaðar vill Hampiðjan styrkja frumkvæði sitt í að uppfylla skyldur fyrirtækisins við bæði fólk og umhverfið, ásamt því að veita viðskiptavinum sínum aðstoð, upplýsingar og þekkingu til að ná UFS markmiðum sínum. Við höfum því ákveðið að styrkja UFS áherslur okkar með því að fá til liðs við fyrirtækið yfirmann sjálfbærnimála sem mun móta sjálfbærnistefnu félagsins.