Fiskurinn gengur hraðar aftur í pokann
15.06.2021
,,Ég er mjög ánægður með þetta nýja kolmunnatroll. Mér finnst það veiðnara en önnur troll, sem ég hef reynt, en helsti munurinn er sá að belgurinn er þannig hannaður að fiskurinn gengur mun hraðar aftur í pokann,” segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK, en hann og áhöfn hans notuðu nýtt 2304 metra Gloríu Helix kolmunnatroll frá Hampiðjunni á kolmunnaveiðunum í vetur og í vor.