Hampiðjan - sex mánaða árshlutareikningur samstæðu Hampiðjunnar 2023
31.08.2023
30.08.2023
Hampiðjan hf. mun birta uppgjör fyrir fyrri árshelming 2023 eftir lokun markaða fimmtudaginn 31. ágúst.
27.06.2023
Hampiðjan hf. tilkynnir um breytingu á fjárhagsdagatali fyrir fjárhagsárið 2023.
5.06.2023
Upplýsingar um þátttöku stjórnenda og nákominna aðila í útboði Hampiðjunnar hf.
2.06.2023
24.05.2023
Reykjavík, Ísland, 24. maí 2023 – Hampiðjan („félagið“), leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í þróun, sölu og þjónustu á framúrskarandi veiðarfærum til fiskiskipa, búnaði til fiskeldis og þróun og framleiðslu á ofurköðlum, hefur birt lýsingu vegna almenns útboðs og fyrirhugaðrar skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland.
11.05.2023
Frá endanlegri undirskrift samnings um kaup á Mørenot þann 7. febrúar hefur verið unnið markvisst að hagræðingaraðgerðum til að bæta rekstur félagsins og fella hann að starfsemi Hampiðjunnar. Rekstur samstæðu Mørenot hefur verið þungur undanfarin ár og ein ástæða þess er að yfirbygging fyrirtækisins hefur verið of umfangsmikil og kostnaðarsöm miðað við undirliggjandi starfsemi.
24.03.2023
Á aðalfundi Hampiðjunnar hf. sem haldinn var 24. mars 2023, var skýrsla stjórnar og ársreikningur fyrir árið 2022 samþykkt samhljóða.
10.03.2023
DAGSKRÁ
Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað.
10.03.2023
8.02.2023
31.01.2023
19.01.2023
28.11.2022
Á hluthafafundi Hampiðjunnar, sem fram fór í dag, var eftirfarandi tillaga um heimild til hækkunar hlutafjár samþykkt:
„Hluthafafundur Hampiðjunnar hf. haldinn 25.11.2022 samþykkir að veita stjórn félagsins heimild til að auka hlutafé félagsins að nafnvirði um allt að kr. 145.000.000, úr kr. 500.000.000 að nafnvirði í allt að kr. 645.000.000 að nafnvirði, svo sem nánar greinir hér að neðan:
Hluthafar falla frá forgangsrétti til áskriftar á hinu nýja hlutafé.
Engar hömlur skulu vera á viðskiptum með hina nýju hluti. Hinir nýju hlutir skulu veita réttindi í félaginu frá skráningardegi, þó skulu hinir nýju hlutir sem tilkomnir eru vegna greiðslu fyrir hlutaféð í Holding Cage I AS njóta arðsréttinda og forgangsréttar til áskriftar að nýjum hlutum í félaginu, til jafns við hluthafa, frá þeim degi sem kaupsamningur sá sem vísað er til í a-lið 1. mgr. hér að framan er orðinn skuldbindandi. Heimildir þessar skal stjórnin nýta innan 18 mánaða frá samþykkt hennar.
Stjórn félagsins er heimilt að gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum félagsins í tengslum við nýtingu heimildarinnar.”
Fleira gerðist ekki.
17.11.2022
17.11.2022
Hampiðjan undirritar samning um kaup á Mørenot, leiðandi framleiðanda á lausnum fyrir sjávarútveg, fiskeldi og olíuiðnað
11.03.2022
28.12.2021
Ársuppgjör 2021 – 10. mars 2022
Aðalfundur – 25. mars 2022
Uppgjör fyrri árshelmings 2022 – 25. ágúst 2022
Ársuppgjör 2022 – 9. mars 2023
31.05.2021
Á aðalfundi Hampiðjunnar hf. sem haldinn var 28. maí 2021, var skýrsla stjórnar og ársreikningur fyrir árið 2020 samþykkt samhljóða.
14.05.2021
25.03.2021
Ákveðið hefur verið að fresta aðalfundi Hampiðjunnar, sem til stóð að yrði haldinn föstudaginn 26. mars, um óákveðinn tíma þar til aðstæður til fundarhalda batna og smithætta minnkar.
22.03.2021
Eftirtaldir aðilar hafa boðið sig fram til setu í stjórn og til stjórnarformennsku á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður 26. mars 2021.
11.03.2021
22.12.2020
Ársuppgjör 2020 – 11. mars 2021
Aðalfundur 26. mars 2021
Uppgjör fyrri árshelmings 2021 – 26. ágúst 2021
Ársuppgjör 2021 – 10. mars 2022
Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaða.
Vinsamlegast athugið að dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
Frekari upplýsingar veitir Hjörtur Erlendsson forstjóri í síma 664 3361.
26.08.2020
Lykilstærðir
Allar fjárhæðir í evrum og samanburðartölur í sviga.
26.08.2020
Drög að uppgjöri fyrra árshelmings 2020 liggja nú fyrir og samkvæmt þeim mun sala samstæðu Hampiðjunnar á tímabilinu dragast saman um 5,5% á milli ára og nema um að bil 80,6 m. evra samanborið við 85,3 m. evra á sama tímabili árið áður. Áhrif Covid-19 skýra samdrátt í tekjum milli tímabilana.
29.05.2020
Á aðalfundi Hampiðjunnar hf. sem haldinn var 29. maí 2020, var skýrsla stjórnar og ársreikningur fyrir árið 2019 samþykkt samhljóða.
26.05.2020
Eftirtaldir aðilar hafa boðið sig fram til setu í stjórn og til stjórnarformennsku á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður 29. maí 2020
15.05.2020
6.05.2020
Sjá meðfylgjandi tilkynningar
Viðhengi:
Vidskipti-fjarhagslega-tengds-adila-06.05.2020.pdf
Vidskipti-fjarhagslega-tengds-adila-Hvalur 06.05.2020.pdf
27.03.2020
Viðskipti fjárhagslega tengds aðila - 26. mars 2020
Sjá meðf. tilkynningu
Viðhengi:
Vidskipti-fjarhagslega-tengds-adila-Hvalur 20200326.pdf
27.03.2020
Viðskipti fruminnherja - 26. mars 2020.
Sjá meðf. tilkynningu.
12.03.2020
5.04.2019
Á aðalfundi Hampiðjunnar hf. sem haldinn var 5. apríl 2019, var skýrsla stjórnar og ársreikningur fyrir árið 2018 samþykkt samhljóða.
5.04.2019
Uppgjör fyrir fyrstu 6 mánuði ársins verður birt fimmtudaginn 22. ágúst 2019.
1.04.2019
Eftirtaldir aðilar hafa boðið sig fram til setu í stjórn og til stjórnarformennsku á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður 5. apríl 2019.
29.03.2019
Sjá meðf. tilkynningu.
22.03.2019
21.12.2018
Á árinu gekk Hampiðjan hf. frá kaupum á öllu hlutafé í Fjarðanetum ehf. Tilgangur kaupanna var að undirbúa flutning á starfsemi Hampiðjunnar á Íslandi í eitt félag. Nafni Fjarðaneta verður breytt í Hampiðjan Ísland ehf. og sá hluti starfsemi Hampiðjunnar sem snýr að veiðarfæragerð, sölu og þjónustu á Íslandi verður færður inn í það félag.
Með þessari breytingu verður skýrari fókus á sölustarfsemi á Íslandi og betri og heildstæðari þjónusta við viðskiptavini félagsins. Samhliða þessu verður skilið á milli sölu á veiðarfæraefni og sölu á veiðarfærum með skýrari hætti líkt og er með önnur félög innan Hampiðjusamstæðunnar erlendis.
Áætlað er að breytingin komi til framkvæmda þann 1. janúar 2019.
Eftir sameininguna verða starfsstöðvar Hampiðjunnar á Íslandi í Reykjavík, Vestmannaeyjum, Neskaupstað, Akureyri og á Ísafirði. Starfsmenn Hampiðjan Ísland verða um 60 talsins eftir breytinguna.
Nánari upplýsingar veitir:
Hjörtur Erlendsson
Forstjóri Hampiðjunnar
Sími: 6643361
28.05.2018
Sjá meðf. tilkynningu um viðskipti með eigin bréf dags. 25. maí 2018.
28.05.2018
Sjá meðf. tilkynningu um viðskipti fruminnherja dags. 25. maí 2018.
3.04.2018
14.03.2018
Með vísan í tilkynningu þann 02.12.2017 varðandi skoðun á þátttöku í kaupum á Mørenot, sem er þjónustuveitandi í sjávarútvegi, fiskeldi og olíuiðnaði. Það upplýsist hér með að Hampiðjan hefur dregið sig úr ferlinu.
8.02.2018
Hampiðjan hf. í gegnum dótturfyrirtæki sitt Hampidjan Canada á Nýfundnalandi í Kanada, hefur gengið frá kaupum á veiðarfærahluta North Atlantic Marine Services & Supply (NAMSS).
3.01.2018
Sjá meðf. tilkynningu um viðskipti fruminnherja dags. 3. janúar 2018.
22.12.2017
Viðskipti fjárhagslega tengds aðila - 22. desember 2017
22.12.2017
Viðskipti fruminnherja - 22. desember 2017
22.12.2017
Viðskipti fjárhagslega tengds aðila - 21. desember 2017
Sjá meðf. tilkynningu um viðskipti fjárhagslega tengds aðila.
2.12.2017
Hampiðjan er eitt þeirra félaga sem er með til skoðunar þátttöku í söluferli norska félagsins Mørenot, sem er þjónustuveitandi í sjávarútvegi, fiskeldi og olíuiðnaði. Engar ákvarðanir hafa verið teknar.
21.11.2017
Í tilkynningum þann 23.05.2017 og 24.05.2017 tilkynnti Hampiðjan að félagið hefði gengið frá kaupum á 68% hlutafjár í Voot Beitu ehf. Öll skilyrði kaupsamnings vegna hlutanna hafa nú verið uppfyllt og Hampiðjan hefur tekið við eignarhlutnum.
Kaupverðið er að fullu fjármagnað með handbæru fé Hampiðjunnar.
Frekari upplýsingar veitir Hjörtur Erlendsson forstjóri í síma 664-3361
24.10.2017
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Hampiðjunnar á 68% hlut í Voot Beitu ehf.
1.09.2017
Gengið hefur verið frá sölu á öllum eftirstandandi hlut Hampiðjunnar í HB Granda.
24.08.2017
Rekstrartekjur samstæðunnar voru 63,8 m€ og jukust um 7,3% frá fyrstu sex mánuðum fyrra árs.
24.05.2017
Vísað er í tilkynningu frá 23.05 2017 um kaup Hampiðjunnar hf. á 68% hlut í Voot Beitu ehf.
23.05.2017
Vísað er í tilkynningu frá 12. apríl síðastliðnum um að Hampiðjan hefði undirritað viljayfirlýsingu vegna kaupa á 68% hlut í félaginu Voot Beitu ehf.
12.04.2017
Hampiðjan hefur undirritað viljayfirlýsingu vegna kaupa á 68% hlut í félaginu Voot Beitu ehf. Seljendur eru Vísir hf. og Eignarhaldsfélagið Gráklettur ehf. Seljendur munu þó áfram vera hluthafar í félaginu, verði af kaupum Hampiðjunnar.
31.03.2017
Á aðalfundi Hampiðjunnar hf. sem haldinn var 31. mars 2017, var skýrsla stjórnar og ársreikningur fyrir árið 2016 samþykkt samhljóða.
27.03.2017
Eftirtaldir aðilar hafa boðið sig fram til setu í stjórn og til stjórnarformennsku á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður 31. mars 2017.
17.03.2017
Hampiðjan ráðgerir að birta 6 mánaða uppgjör 2017 þann 24. ágúst 2017.
16.03.2017
DAGSKRÁ
1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina árið 2016.
2. Staðfesting ársreiknings og ráðstöfun hagnaðar ársins 2016.
3. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna.
4. Kosning stjórnar félagsins.
16.03.2017
Rekstrartekjur voru 117,1 m€ og jukust um 98,8% frá fyrra ári úr 58,9 m€.
Hagnaður var 14,3 m€ en var 9,9 m€ árið áður.
13.03.2017
Hampiðjan hf. hefur í dag selt hlut sinn í danska félaginu Tyboron Skibssmedie A/S. Söluverð hlutarins er 10 milljónir danskar krónur eða sem samsvarar 1,35 milljón evra m.v. gengi dagsins. Kaupandi er Thyboron Skibssmedie Holding ApS.
25.08.2016
Í upphafi ársins gekk Hampiðjan hf. frá kaupum á P/F Von í Færeyjum. Kaupin hafa mikil áhrif á samstæðuna enda P/F Von stórt og öflugt félag í framleiðslu og sölu á veiðarfærum og íhlutum þeirra ásamt framleiðslu á fiskeldiskvíum og annarri þjónustu við fiskeldi.
20.06.2016
Öll skilyrði kaupsamnings vegna hlutanna hafa nú verið uppfyllt og mun Hampiðjan taka yfir rekstur félagsins á næstu dögum.
20.06.2016
Hampiðjan hf. seldi í dag 10.281.000 hluti, sem nemur 0,56%, í HB Granda hf. á genginu 32,0
13.06.2016
Vísað er í tilkynningar frá 15. mars og 21. apríl síðastliðnum um að Hampiðjan hafi gengið frá kaupum á 95,703% eignarhlut í færeyska fyrirtækinu P/f Von. Beðið var samþykkis samkeppnisyfirvalda á Íslandi og í Litháen.
9.05.2016
Hlutafjárútboði í HB Granda hf. lauk í gær þann 3. maí. Í útboðinu bauð Hampiðjan hf. til sölu 160.074.981 hluti í HB Granda eða sem nemur 8,79% af skráðu hlutafé í HB Granda.
1.05.2016
Í tengslum við kaup Hampiðjunnar hf. á hlutafé í P/F Von í Færeyjum, hefur Hampiðjan hf. í dag ákveðið að bjóða til sölu hlutafé sitt í HB Granda hf.
22.04.2016
Þann 15. mars síðastliðinn tilkynnti Hampiðjan um að félagið hefði gengið frá kaupum á P/f Von.
21.03.2016
Hampiðjan ráðgerir að birta 6 mánaða uppgjör 2016 þann 25. ágúst 2016.
21.03.2016
Hampiðjan hefur ráðið Emil Viðar Eyþórsson sem fjármálastjóra Hampiðjunnar.
21.03.2016
Á aðalfundi Hampiðjunnar hf. sem haldinn var 18. mars 2016, var skýrsla stjórnar og ársreikningur fyrir árið 2015 samþykkt samhljóða.
15.03.2016
Eftirtaldir aðilar hafa boðið sig fram til setu í stjórn og til stjórnarformennsku á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður 18. mars 2016.
15.03.2016
Hampiðjan hefur gengið frá kaupum á 73,381% eignarhlut í færeyska fyrirtækinu P/f Von. Seljandi er félagið Sp/f Kerið í Klaksvík í Færeyjum. Hampiðjan hefur að auki gert tilboð í 21% hlut til viðbótar.
4.03.2016
Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn að Skarfagörðum 4, Reykjavík, föstudaginn 18. mars 2016 og hefst kl. 16:00.
29.02.2016
Rekstrartekjur voru 58,9 m€ og jukust um 9,0% frá fyrra ári úr 54,0 m€.
Hagnaður var 9,9 m€ en var 7,7 m€ árið áður.
27.08.2015
Allar fjárhæðir í evrum og samanburðartölur í sviga.
30.03.2015
Hampiðjan ráðgerir að birta 6 mánaða uppgjör 2015 þann 27. ágúst 2014.
30.03.2015
Á aðalfundi Hampiðjunnar hf. sem haldinn var 27. mars 2015, var skýrsla stjórnar og ársreikningur fyrir árið 2014 samþykkt samhljóða.
24.03.2015
Eftirtaldir aðilar hafa boðið sig fram til setu í stjórn og til stjórnarformennsku á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður 27. mars 2015.
14.03.2015
Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn að Skarfagörðum 4, Reykjavík, föstudaginn 27. mars 2015 og hefst kl. 16:00.
12.03.2015
Rekstrartekjur samstæðunnar voru 54,0 m€ og jukust um 7,1% frá árinu áður.
Samstæðan samanstendur af sömu félögum og áður en með þeirri breytingu að Swan Net USA í Seattle bættist í samstæðuna í ársbyrjun 2014 og rekstur Hampidjan USA var að mestu lagður inn í Swan Net USA um mitt árið.
10.02.2015
Hampiðjan hefur ákveðið að stofna sölufyrirtæki í Brisbane á austurströnd Ástralíu til að sinna þörfum markaðarins fyrir net, kaðla og ofurtóg.
18.12.2014
Cosmos A/S, sem er dótturfyrirtæki í 100% eigu Hampiðjunnar hf., hefur keypt netaverkstæðið Herman Tomsens Vod- og Trawlbinderi ApS í Strandby á Jótlandi í Danmörku. Kaupverðið er DKK 1,5 milljónir ásamt árangurstengdum greiðslum sem væntanlega koma til með að liggja á bilinu DKK 0,2-0,4 milljónir.
19.11.2014
Hampiðjan hefur ásamt útgerðafélaginu P/f Varðin í Syðri Götu í Færeyjum keypt 90% hlut í netaverkstæðinu Spf Sílnet i Klaksvik á Borðey.
29.10.2014
Hluthafar Svöluhrauns ehf. og Fiskveiðahlutafélagsins Venusar hf. staðfestu á hluthafafundi sem haldinn var í gærkvöldi samruna félaganna tveggja í samræmi við samrunaáætlun
28.08.2014
Allar fjárhæðir í evrum og samanburðartölur í sviga.
5.06.2014
Hampiðjan ráðgerir að birta 6 mánaða uppgjör 2014 þann 28. ágúst 2014 og ársuppgjör 2014 þann 12. mars 2015.
28.05.2014
Feier ehf. hefur í dag selt allan eignarhlut sinn í Hampiðjunni hf. að nafnverði 68.561.392 eða 13,71% af útgefnu hlutafé félagsins á genginu 20,0. Kaupendur hlutarins eru fagfjárfestar hjá Eignarstýringu fagfjárfesta Arion banka. Stærsti einstaki kaupandinn er Frjálsi lífeyrissjóðurinn, sem á eftir kaupin 5,6% hlut í Hampiðjunni en aðrir kaupendur eru undir 5% eignarhlut.
19.05.2014
Hampidjan USA í Seattle, sem er dótturfyrirtæki í 100% eigu Hampiðjunnar hf., hefur keypt 65% hlut í netaverkstæðinu Swan Net L.L.C í Seattle USA.
15.04.2014
Stjórn Hampiðjunnar hefur gert starfslokasamning við fráfarandi forstjóra, Jón Guðmann Pétursson, sem lætur af starfi í lok maí mánaðar. Kostnaður Hampiðjunnar vegna starfslokanna og uppgjörs á bónusgreiðslu, vegna hækkunnar á gengi hlutabréfa Hampiðjunnar, er € 1.550 þús.
15.04.2014
Sjá viðhengi. |
|
15.04.2014
Stjórn Hampiðjunnar hf. hefur ráðið Hjört Erlendsson sem forstjóra Hampiðjunnar frá og með 1. júní nk. Hjörtur er 55 ára tæknifræðingur og hefur starfað hjá Hampiðjunni frá september 1985. Hann hefur síðustu 11 ár verið framkvæmdastjóri Hampidjan Baltic í Litháen, ásamt því að vera staðgengill forstjóra Hampiðjunnar.
31.03.2014
Á aðalfundi Hampiðjunnar hf. sem haldinn var 28. mars 2014, var skýrsla stjórnar og ársreikningur fyrir árið 2013 samþykkt samhljóða.
28.03.2014
Jón Guðmann Pétursson hefur sagt upp starfi sínu sem forstjóri Hampiðjunnar og mun láta af störfum í lok maí mánaðar nk. Hann mun verða stjórn og nýjum forstjóra til ráðgjafar eftir því sem þörf verður á.
28.03.2014
Eftirtaldir aðilar hafa boðið sig fram til setu í stjórn og til stjórnarformennsku á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður 28. mars nk.
14.03.2014
Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn að Skarfagörðum 4, Reykjavík, föstudaginn 28. mars 2014 og hefst kl. 16:00.
6.03.2014
Sölutekjur voru 50,4 millj. evra (kr. 8,2 milljarðar) og jukust 12% frá fyrra ári.
Hagnaður var 7,6 millj. evrur (kr. 1.240 milljónir) en var 5,5 milljónir evrur árið áður.
30.08.2013
Sex mánaða árshlutareikningur 2013
Allar fjárhæðir í evrum og samanburðartölur í sviga.
30.08.2013
Svöluhraun ehf keypti í dag 31,44% hlut í Fiskveiðahlutafélaginu Venusi hf.
Kristján Loftsson og Vilhjálmur Vilhjálmsson eru fruminherjar í Hampiðjunni hf. og stjórnarmenn í Svöluhrauni ehf.
2.07.2013
Á aðalfundi Hampiðjunnar hf. sem haldinn var 28. júní 2013, var skýrsla stjórnar og ársreikningur fyrir árið 2012 samþykkt samhljóða.
26.06.2013
Eftirtaldir aðilar hafa boðið sig fram til setu í stjórn og til stjórnarformennsku á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður 28. júní nk.
24.06.2013
Meðfylgjandi er dagskrá og tillögur fyrir aðalfund Hampiðjunnar er haldinn verður 28. júní 2013 kl. 16.00.
31.05.2013
Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn að Skarfagörðum 4, Reykjavík, föstudaginn 28. júní 2013 og hefst kl. 16:00.
16.04.2013
Hampiðjan ráðgerir að birta uppgjör fyrir fyrri helming ársins 30. ágúst 2013 og ársuppgjör 28. mars 2014.
22.03.2013
Sölutekjur voru kr. 7,6 milljarðar og jukust um 6% frá fyrra ári. Rekstrarhagnaður (EBIT), án söluhagnaðar eigna, var kr. 1 milljarður og jókst um 18% frá fyrra ári.
9.01.2013
Cosmos Trawl, fyrirtæki í 100% eigu Hampiðjunnar, kaupir 80% hlut í rekstri og eignum Nordsötrawl í Thyborön, Danmörku
31.08.2012
Allar fjárhæðir í evrum og samanburðartölur í sviga
4.06.2012
Að undangengnu útboði sem lauk í dag, mánudaginn 4. júní 2012, hefur Landsbankinn selt 10 milljónirhluta að nafnverði í Hampiðjunni hf. á genginu 8,50 kr. á hlut.
24.05.2012
Landsbankinn hf. hefur ákveðið að bjóða til sölu þegar útgefið hlutafé í Hampiðjunni hf. Um er að ræða sölu á öllum eignarhlut bankans í Hampiðjunni eða sem nemur 10,93% af útgefnu hlutafé í félaginu.
2.05.2012
Á aðalfundi Hampiðjunnar hf. sem haldinn var 27. apríl, var skýrsla stjórnar ogársreikningur fyrir árið 2011 samþykkt samhljóða.
25.04.2012
Eftirtaldir aðilar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn og til stjórnarformennsku á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður 27. apríl 2012.
13.04.2012
Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað.
13.04.2012
Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, tveimur vikum fyrir aðalfund.
16.03.2012
Allar fjárhæðir í evrum og samanburðartölur fyrra árs í sviga.
12.03.2012
Hampiðjan áformar að birta ársuppgjör sitt þann 16. mars nk.
20.10.2011
Hampiðjan hefur selt Ásmundi Björnssyni allan eignarhlut sinn í Hampidjan Namibia Ltd. Söluverðið, € 1.030 þús. (ein milljón þrjátíu þúsund evrur) er að fullu greitt. Óverulegur munur er á söluverði og bókfærðu verði eignarhlutsins.
22.09.2011
Hampiðjan og Thyboron Skibssmedie A/S hafa undirritað viljayfirlýsingu um að Thyboron kaupi hleradeild Hampiðjunnar. Um er að ræða kaup á hugverkum svo sem teikningum, hönnun, vöruheitum ásamt umsóttum og útgefnum einkaleyfum tengdum toghlerum.
26.08.2011
Sex mánaða árshlutareikningur 2011 (fjárhæðir í evrum).
11.04.2011
Á aðalfundi Hampiðjunnar hf. sem haldinn var 8. apríl, var skýrsla stjórnar og ársreikningur fyrir árið 2010 samþykkt samhljóða.
11.04.2011
Meðfylgjandi er ársskýrsla Hampiðjunnar.
6.04.2011
Eftirtaldir aðilar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn og til stjórnarformennsku á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður 8. apríl 2011.
28.03.2011
Árshlutareikningur fyrir fyrstu 6 mánuðina 2011 verður birtur í viku 35.
Ársreikningur fyrir árið 2011 verður birtur í viku 13 árið 2012.
25.03.2011
DAGSKRÁ
24.03.2011
Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn að Skarfagörðum 4, Reykjavík, föstudaginn 8. apríl 2011 og hefst kl. 16:00.
27.08.2010
Árshlutareikningur 1.1. - 30.6. 2010
21.05.2010
Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað.
21.05.2010
Á aðalfundi Hampiðjunnar hf. sem haldinn var 21. maí, var skýrsla stjórnar og ársreikningur fyrir árið 2009 samþykkt samhljóða.
19.05.2010
Eftirtaldir aðilar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn og til stjórnarformennsku á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður 21. maí 2010.
12.05.2010
Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn að Skarfagörðum 4, Reykjavík, föstudaginn 21. maí 2010 og hefst kl. 16:00.
13.04.2010
Ársreikningur fyrir árið 2010 verður birtur í viku 13 árið 2011.
Árshlutareikningur fyrir fyrstu 6 mánuðina 2010 verður birtur í viku 34.
19.03.2010
Rekstrartekjur samstæðunnar voru kr. 6,6 milljarðar og jukust í krónum talið um 27% á milli ára. Rekstrartekjur drógust saman í evrum um 5% frá fyrra ári sem skýrist af innlendri sölu móðurfélagsins, sem mælist í færri evrum vegna gengisfalls krónunnar.