Hampiðjan stendur fyrir ferð í tilraunatankinn í Hirtshals í Danmörku 28. nóvember – 2. desember n.k. þar sem hin ýmsu veiðarfæri verða sýnd og prófuð. Í þessum ferðum eru skoðuð bæði botn- og flottroll ásamt því að kynntar eru nýjungar í framleiðsluvörum Hampiðjunnar.
Samstarfsaðilar Hampiðjunnar í þessari ferð verða hleraframleiðandinn Thyborøn og Simberg, umboðsaðili Simrad á Íslandi. Thybøron mun kynna nýjungar í hlerum og Simberg það nýjasta sem í boði er frá Simrad.
Dagskráin fer að mestu leiti fram í tilraunatanknum en einnig verða haldnir fyrirlestrar og fræðslufundir um tengd efni. Auk þess verður boðið upp á skoðunarferð í Karstensens skipasmíðastöðina í Skagen.
Við höfum miklar væntingar um góða þátttöku því þessar ferðir eru frábær vettvangur manna í þessar grein til að hittast og kynnast betur.
Frekari upplýsingar gefa Einar P. Bjargmundsson, sími 664 3360 eb@hampidjan.is og Magnús Guðlaugsson, sími 664 3352 magnusg@hampidjan.is.