Félag viðskipta og hagfræðinga heldur á hverju ári viðburð sem kallast Þekkingardagurinn og er sambland af ráðstefnu og verðlaunaafhendingu. Þar er valinn viðskiptafræðingur eða hagfræðingur ársins ásamt Þekkingarfyrirtæki ársins. Þema dagsins er mismunandi frá ári til árs og í ár var það “Nýsköpun í rótgrónum rekstri”. Dómnefndin er skipuð háskólafólki og fólki úr atvinnulífinu ásamt fulltrúum frá FVH. Að þessu sinni voru 8 fyrirtæki tilnefnd og dómnefndin valdi Hampiðjuna sem Þekkingarfyrirtæki ársins 2021 og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra sem hagfræðing ársins.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Hirti Erlendsyni forstjóra og Ágeiri Jónssyni verðlaunin við hátíðlaga athöfn í aðalsal Nauthóls að viðstöddu fámenni vegna fjöldatakamarkana þessa dagana. Á myndinni er einnig Vilborg Helga Harðardóttir forstjóri Já sem hlaut viðurkenningu fyrir tilnefningu til verðlaunanna.
Við í Hampiðjunni erum afskaplega stolt af því að vera tilnefnd og hljóta Þekkingarverðlaun FVH og lítum á þau sem mikla hvatningu til að halda áfram á okkar braut og þróa nýjar vörur og aðferðir sem nýtast sjávarútvegsfyrirtækjum úti um allan heim til að gera sinn rekstur umhverfisvænni, hagkvæmari og betri.