Í upphafi ársins gekk Hampiðjan hf. frá kaupum á P/F Von í Færeyjum. Kaupin hafa mikil áhrif á samstæðuna enda P/F Von stórt og öflugt félag í framleiðslu og sölu á veiðarfærum og íhlutum þeirra ásamt framleiðslu á fiskeldiskvíum og annarri þjónustu við fiskeldi. Megin markaðir P/F Von eru Færeyjar, Noregur og Grænland en félagið starfar einnig í Danmörku, Íslandi, Kanada, Nýja Sjálandi og Litháen. Kaupin voru fjármögnuð með lántöku og sölu á hluta af eign Hampiðjunnar í HB Granda hf. Rekstur P/F Von kemur að fullu inn í samstæðureikning Hampiðjunnar frá áramótum.
Lykiltölur
Allar fjárhæðir í evrum og samanburðartölur í sviga.
- Rekstrartekjur jukust um 101% og voru 59,5 m€ (29,6 m€).
- Hagnaður fyrir fjárliði (EBITDA) var 8,5 m€ (4,7 m€).
- Hagnaður tímabilsins var 11,1 m€ (5,4 m€).
- Heildareignir voru 192 m€ (102 m€ í lok 2015).
- Vaxtaberandi skuldir voru 78 m€ (21,7 m€ í lok 2015).
- Eiginfjárhlutfall var 47% (69% í lok 2015).
Rekstur
Rekstrartekjur samstæðunnar voru 59,5 m€ og rúmlega tvöfölduðust eða um 101% frá fyrstu sex mánuðum fyrra árs.
Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga var 11,3% af rekstrartekjum eða 6,7 m€ en var 12,5% fyrir sama tímabil á fyrra ári eða 3,7 m€.
EBITDA félagsins var 8,5 m€ en var 4,7 m€ fyrir sama tímabil á fyrra ári.
Hagnaður tímabilsins var 11,1 m€ en var 5,4 m€ sama tímabil fyrra árs.
Efnahagur
Heildareignir voru 192,1 m€ í lok tímabilsins. Eigið fé nam 90,2 m€, og er eiginfjárhlutfall samstæðunnar því 47% í lok júní.
Vaxtaberandi skuldir námu í lok júní 78 m€ en skuldirnar í byrjun árs voru 21,7 m€.
Hjörtur Erlendsson, forstjóri:
„Reksturinn hefur verið mjög góður og framar vonum á flestum mörkuðum nema í sölu á ofurtógi á olíuiðnaðarmarkaði sem skýrist einkum af lækkun olíuverðs. Félagið réðst í mjög metnaðarfullt verkefni með kaupunum á P/F Von í Færeyjum. Kaupin styrkja félagið og gera því kleift að bjóða meira úrval veiðarfæra á fleiri mörkuðum og auka þjónustu við útgerðaraðila, sérstaklega við N-Atlantshaf. Þekking á fiskeldistækni er nú innan samstæðunnar sem nýtist öllum fyrirtækjum innan hennar. Á næstu árum mun síðan nást fram mikil samlegð í framleiðslu á veiðarfæraefnum og í innkaupum á vörum til veiðarfæraframleiðslu og endursölu.“
Reykjavík 25. ágúst 2016
Fylgiskjöl
Lykiltölur 30. júni 2016.pdf
Hampiðjan – árshlutareikningur 30. júni 2016.pdf