Vísað er í tilkynningar frá 15. mars og 21. apríl síðastliðnum um að Hampiðjan hafi gengið frá kaupum á 95,703% eignarhlut í færeyska fyrirtækinu P/f Von. Beðið var samþykkis samkeppnisyfirvalda á Íslandi og í Litháen. Samkeppniseftirlitið á Íslandi hefur nú birt niðurstöðu sína, en samkvæmt henni telur Samkeppniseftirlitið að ekki séu forsendur til að aðhafast frekar vegna samruna Hampiðjunnar og P/f Von á grundvelli 17. gr. Samkeppnislaga nr. 44/2005. Um kaupin gildir enn fyrirvari um samþykki samkeppnisyfirvalda í Litháen.
Nánari upplýsingar veitir:
Hjörtur Erlendsson,
forstjóri Hampiðjunnar,
sími 664 3361