Skip to main content
Financial

Niðurstaða aðalfundar Hampiðjunnar hf.

By 30/03/2015No Comments

Á aðalfundi Hampiðjunnar hf. sem haldinn var 27. mars 2015, var skýrsla stjórnar og ársreikningur fyrir árið 2014 samþykkt samhljóða.

Sjálfkjörið var í félagsstjórn. Formaður félagsstjórnar
Vilhjálmur Vilhjálmsson, kt. 141253-4849, Sóleyjarima 51, 112 Rvk.

Meðstjórnendur
Kristján Loftsson, kt. 170343-5499, Laugarásvegi 19, 104 Rvk.
Auður Kristín Árnadóttir, kt. 130774-3349, Austurgötu 37, 220 Hafnarfirði.
Guðmundur Ásgeirsson, kt. 170939-2479, Bollagarðar 12, Seltjarnarnesi
Sigrún Þorleifsdóttir, kt. 210568-2989, Starhólma 8, Kópavogi

Eftirfarandi tillögur stjórnar Hampiðjunnar voru samþykktar: 

Tillaga um greiðslu arðs

Aðalfundur Hampiðjunnar hf. haldinn 27. mars 2015 samþykkir að greiddur verði 0,67 arður af hverjum hlut útistandandi hlutafjár  til hluthafa, alls að fjárhæð kr. 326.000.000,-.  Arðurinn verði greiddur í viku 19.  Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 27. mars, þ.e. viðskipti sem fara fram á þeim degi koma fram í hlutaskrá félagsins á arðsréttindadeginum 31.mars.  Arðleysisdagurinn er 30.mars.

Tillaga um þóknanir fyrir liðið starfsár

Þóknun til stjórnarmanna fyrir liðið ár verði kr. ein milljón og tvö hundruð þúsund, formaður fái þrefaldan hlut.

Tillaga um endurskoðunarfélag

Endurskoðunarfélag verði PricewaterhouseCoopers ehf. 

Tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutabréfum

Aðalfundur Hampiðjunnar hf. haldinn 27. mars 2015 veitir stjórn félagsins heimild til að kaupa eigin hluti í félaginu.  Heimild þessi stendur í 18 mánuði og takmarkast við að samanlögð kaup fari ekki yfir 10% af heildarhlutafé félagsins á hverjum tíma. Kaupgengi skal miða við síðasta skráða dagslokagengi á markaði áður en kaupsamningur er gerður.

Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins

Aðalfundur Hampiðjunnar hf. haldinn 27. mars 2015 samþykkti breytingar á samþykktum félagsins einróma.  Breytingarnar miða aðallega að því að auka möguleika á rafrænum samskiptum og skráningu ásamt því að fella inn ákvæði um kynjahlutföll og starfskjarastefnu og tryggja samræmi milli samþykktanna og núverandi lagaákvæða.