Skip to main content
Financial

Aðalfundur Hampiðjunnar hf. 27. mars 2015

By 14/03/2015No Comments

Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn að Skarfagörðum 4, Reykjavík, föstudaginn 27. mars 2015 og hefst kl. 16:00

Á dagskrá fundarins verða:

  1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.
  2. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutum skv. 55. gr. hlutafélagalaga.  
  3. Breytingar á samþykktum félagsins en nýjar samþykktir verða bornar upp í heild sinni því breytingarnar eru margþættar.  Þær miða aðalega að því að auka möguleika á rafrænum samskiptum og skráningu ásamt því að fella inn ákvæði um kynjahlutföll og starfskjarastefnu og tryggja samræmi milli samþykktana og núverandi lagaákvæða.
  4. Önnur mál, löglega upp borin.

Dagskrá, endanlegar tillögur, tillaga að nýjum samþykktum, svo og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, tveimur vikum fyrir aðalfund.  

Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað.

Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs rennur út fimm virkum dögum fyrir upphaf aðalfundar.  

Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund. 

Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skriflega.

Skrár:
Tillaga á nýjum samykktum 2015.pdf
Dagskrá og tillögur.pdf 

Stjórn Hampiðjunnar hf.