Skip to main content
Financial

Sex mánaða árshlutareikningur 2014

By 28/08/2014No Comments

Allar fjárhæðir í evrum og samanburðartölur í sviga.

  • Rekstrartekjur minnkuðu um 0,8% og voru 26,4 m€ (26,6 m€).
  • Hagnaður fyrir fjárliði (EBITDA) var 3,2 m€ (4,6 m€).
  • Hlutdeild í afkomu HB Granda var 0,9 m€ til tekna (1,5 m€ til tekna).
  • Hagnaður tímabilsins var 2,6 m€ (4,2 m€).
  • Heildareignir voru 91,5 m€ (88,7 m€).
  • Vaxtaberandi skuldir voru 24,3 m€ (24,2 m€).
  • Eiginfjárhlutfall var 63% (63%).

Rekstur

Rekstrartekjur samstæðunnar voru 26,4 m€ og minnkuðu um 0,8% frá fyrstu sex mánuðum fyrra árs.  Minni sala í Danmörku á tímabilinu var vegin upp af innkomu Swan Net USA í samstæðuna.  

Rekstrarhagnaður fyrir aðrar tekjur og gjöld var 14,4% af rekstrartekjum eða 3,8 m€ en var 13,6% fyrir sama tímabil á fyrra ári, eða 3,6 m€.   

Greiðslur til fv. forstjóra við starfslok vega þungt í rekstrinum en sú upphæð kemur til gjalda sem 1,6 m€.

Fjármunatekjur ásamt hlutdeild í hagnaði HB Granda, að frádregnum fjármagnsgjöldum, voru 0,6 m€ til tekna en var 1,0 m€ til tekna fyrstu sex mánuðina á fyrra ári.

Hagnaður tímabilsins var 2,6 m€ en var 4,2 m€ sama tímabil fyrra árs. 

Efnahagur

Heildareignir voru 91,5 m€ í lok tímabilsins.  Eigið fé nam 57,2 m€,  en af þeirri upphæð eru 7,4 m€ hlutdeild minnihluta í eigin fé Swan Net Gundry á Írlandi, Fjarðaneta á Íslandi, Nordsötrawl í Danmörku og Swan net USA.  Hlutfall eigin fjár, þegar hlutdeild minnihluta er meðtalin, var í lok júní 63% af heildareignum samstæðunnar.

Vaxtaberandi skuldir námu í árslok 24,3 milljónum sem er nánast sama fjárhæð og var í byrjun ársins.

Hjörtur Erlendsson, forstjóri: 

„Salan fyrrihluta ársins er svipuð og á sama tímabili síðasta árs þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður í Danmörku.  Velta Swan Net USA sem bætist við samstæðuna á þessu ári hefur að mestu vegið upp minni sölu þar.  Rekstarhagnaður fyrir aðrar tekjur og gjöld er hærri en á sama tímabili í fyrra.  Greiðslur til fv. forstjóra við starfslok setja mark á uppgjörið og veldur því að hagnaður tímabilsins er minni en árið áður ásamt því að hlutdeild í afkomu HB Granda minnkar frá fyrra ári.“

Árshlutareikninginn er hægt að nálgast hér