Skip to main content
Financial

Hampiðjan kaupir spænskt netaverkstæði

By 15/06/2018No Comments

Hampiðjan hefur ritað undir samkomulag um kaup á spænska félaginu Tor-Net LP, SL í Las Palmas á Kanaríeyjum.  Kaupin hafa í för með sér töluverða samlegð þar sem Hampiðjan selur nú þegar mikið af vörum til veiðarfæragerðar á Kanaríeyjum.  Með eigið netaverkstæði ásamt annarri vörusölu er hægt að veita útgerðarfélögunum á þessu svæði mun betri þjónustu en nú er.

Umfang kaupanna er takmarkað í samanburði við rekstur og efnahag Hampiðjunnar.

Gert er ráð fyrir að rekstur Tor-Net LP, SL komi inn í samstæðuuppgjör Hampiðjunnar frá 1. júlí 2018.

Í samkomulaginu er fyrirvari um frekari áreiðanleikakönnun á næstu vikum en stefnt er að uppgjöri þann 28. júní 2018.  Verða þá birtar frekari upplýsingar um fjárhag félagsins, kaupverð og áhrif á afkomu samstæðunnar.

Frekari upplýsingar veitir Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar, sími 664-3361.