Skip to main content

Sýningin Lagarlíf 2025 fer fram í Hörpu dagana 30. september og 1. október. Hampiðjan ásamt dótturfyrirtækjunumn Mørenot og Vónin taka þátt og kynna nýjustu lausnir í fiskeldisbúnaði sem unnið hefur verið að af krafti frá því að Hampiðjan eignaðist Mørenot vorið 2023.

Á sýningunni verða meðal annars kynntar þrjár helstu nýjungar Mørenot:

  • MarWall – hálflokuð fiskeldiskví með gegndræpum hliðum sem ná 18 metra niður. Dælubúnaður sækir sjó af 25 metra dýpi, blandar súrefni í hann og dælir upp á yfirborð til að bæta velferð laxa og draga úr ásókn laxalúsar.
  • MarDeep – niðursökkvanleg kví sem hægt er að hafa 20–25 metra undir sjávaryfirborði þar sem hitastig og straumar eru jafnari og þar er hvorki laxalús né eitraðir þörungar. Sérstakt „hattkerfi“ með myndavélum, nemum og fóðurdreifara tryggir fóðrun og aðgang laxa að yfirborði.
  • BioSeize – kerfi sem safnar úrgangi og óétnu fóðri sem fellur niður í gegnum kvínna. Það samanstendur af keilulaga ConeCollect neti og vakúmdrifinni dælutrekt, Fish/It, sem flytur efnið upp til flokkunar og endurnýtingar, meðal annars í áburðarframleiðslu.

Hampiðjan, Mørenot og Vónin bjóða gesti Lagarlífs velkomna á bás sinn í Hörpu til að kynna sér þessar lausnir og ræða við fulltrúa fyrirtækjanna um framtíð fiskeldis.