Cosmos A/S, sem er dótturfyrirtæki í 100% eigu Hampiðjunnar hf., hefur keypt netaverkstæðið Herman Tomsens Vod- og Trawlbinderi ApS í Strandby á Jótlandi í Danmörku. Kaupverðið er DKK 1,5 milljónir ásamt árangurstengdum greiðslum sem væntanlega koma til með að liggja á bilinu DKK 0,2-0,4 milljónir.
Hjörtur Erlendsson forstjóri Hampiðjunnar:
Þessi kaup styrkja enn frekar stöðu Hampiðjan Group á danska veiðarfæramarkaðinum, sérstaklega á austurströnd Jótlands. Við erum nú með 4 netaverkstæði í Danmörku og getum því veitt breiðum hópi viðskiptavina þjónustu í þeirra heimahöfn.