DAGSKRÁ
Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. TILLÖGUR Um greiðslu arðs: Stjórn félagsins leggur til að á árinu 2020 vegna rekstrarársins 2019 verði greiddar 1,15 kr. á hlut í arð til hluthafa, eða 563 milljónir ISK. Arðurinn verði greiddur í viku 23. Um þóknun til stjórnarmanna: Þóknun til stjórnarmanna verði 210.000 kr. á mánuði árið 2020, formaður fái þrefaldan hlut. Um endurskoðunarfélag: PricewaterhouseCoopers ehf. verði kjörið til næsta árs. Um heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutum: Aðalfundur Hampiðjunnar hf. haldinn 27. mars 2020 veitir stjórn félagsins heimild til að kaupa eigin hluti í félaginu. Heimild þessi stendur í 18 mánuði og takmarkist við að samanlögð kaup fari ekki yfir 10% af heildarhlutafé félagsins á hverjum tíma. Kaupgengi skal miða við síðasta skráða dagslokagengi á markaði áður en kaupsamningur er gerður.
|