Skip to main content

Hampiðjan stendur fyrir hinni árlegu og vinsælu ferð í tilraunatankinn í Hirtshals í Danmörku dagana 25.–29. nóvember 2025.

Ferðin er kjörinn vettvangur fyrir skipstjórnarmenn, stýrimenn, tæknifólk og aðra sérfræðinga í sjávarútvegi til að:

  • Kynna sér nýjungar í botn- og flottrollum, hlerum og fiskleitartækni
  • Sjá veiðarfæri í raunverulegum aðstæðum í tilraunatanknum
  • Mynda tengsl og skiptast á reynslu og hugmyndum í góðum félagsskap

Ferðin endar með hátíðarkvöldverði í Kaupmannahöfn í boði Hampiðjunnar. Hægt er að lengja ferðina í jólaskreyttri Kaupmannahöfn með félögum eða maka.

Við hvetjum áhugasama til að taka dagana frá og skrá sig sem fyrst!

Nánari upplýsingar og skráning:
Einar P. Bjargmundsson – 664 3360 – eb@hampidjan.is
Jónas Þór Friðriksson – 664 3330 – jonas@hampidjan.is