Aðalfundur

Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn að Skarfagörðum 4, Reykjavík, föstudaginn 22. mars 2024 og hefst klukkan 16:00.

Á dagskrá fundarins verður:

1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina árið 2023.

2. Staðfesting ársreiknings og ráðstöfun hagnaðar reikningsársins 2023.

3. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og undirnefnda stjórnar.

4. Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu félagsins.

5. Kosning stjórnar félagsins.

a. Kosning formanns.

b. Kosning fjögurra meðstjórnenda.

6. Tillaga stjórnar um utanaðkomandi nefndarmann í endurskoðunarnefnd.

7. Kosning endurskoðunarfélags.

8. Önnur mál, löglega upp borin.

Endanleg dagskrá fundarins, endanlegar tillögur ásamt ársreikningi félagsins er lögð verða fyrir aðalfundinn munu liggja frammi á skrifstofu félagsins á hefðbundnum skrifstofutíma og heimasíðu þess (https://hampidjan.is/fjarmal), hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund.

Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað frá klukkan 15:30 á fundardegi. Eitt atkvæði fylgir hverri einni krónu í hlutafé í félaginu. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar.

Hluthafar sem eru nafnskráðir í hlutaskrá félagsins skv. hluthafakerfi félagsins þegar aðalfundur fer fram geta nýtt atkvæðaréttindi sín aðalfundi. Rétt er að benda á að uppgjör viðskipta hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð tekur yfirleitt tvo daga. Er því mælst til þess að síðasti viðskiptadagur sé 20. mars vilji hluthafi nýta réttindi sín á fundinum.

Samkvæmt samþykktum félagsins og ákvæði 63. gr. a. í lögum um hlutafélög skulu þeir sem hyggjast gefa kost á sér til stjórnarkjörs tilkynna félagsstjórn um framboð sitt. Framboðum skal skila á skrifstofu félagsins Skarfagörðum 4 eða á netfangið adalfundur@hampidjan.is. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs er skemmstur 5 dagar fyrir aðalfundinn og rennur út kl. 16:00 sunnudaginn 17. mars. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða lagðar fram á skrifstofu félagsins og birtar heimasíðu þess eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfundinn.

Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en 10 dögum fyrir aðalfund. Slík erindi skulu send á tölvupóstfangið adalfundur@hampidjan.is. Hver hluthafi í félaginu á rétt á því að fá ákveðin mál tekin til meðferðar ef framangreind skilyrði eru uppfyllt.

Endanleg dagskrá aðalfundarins og gögn er lögð verða fyrir fundinn verða gerð aðgengileg á skrifstofu félagsins og heimasíðu þess (https://hampidjan.is/fjarmal) föstudaginn 15. mars 2024.

Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skriflega eða með rafrænum hætti og þannig að dagsetning komi fram. Form að slíku umboði er á heimasíðu Hampiðjunnar (https://hampidjan.is/fjarmal). Tekið skal fram að umboð getur aldrei gilt lengur en í eitt ár frá dagsetningu þess.

Stjórn Hampiðjunnar hf.


PDF_icon Smelltu hér til að hlaða niður tilkynningunni á PDF formi


PDF_icon Smelltu hér til að hlaða niður dagskrá á PDF formi


PDF_icon Smelltu hér til að hlaða niður starfskjarastefna á PDF formi


PDF_icon Smelltu hér til að hlaða niður framboðum til stjórnar á PDF formi

Umboð

Umboðið er tiltækt til niðurhals með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

Ná í skjal til þess að veita umboð

Please fill in the below details in order to view the requested content.