Index: 0

Árshlutareikningur Hampiðjunnar fyrir fyrstu 6 mánuði 2012

31.08.2012

Allar fjárhæðir í evrum og samanburðartölur í sviga

  • Rekstrartekjur jukust um 20% og voru 23,9 milljónir (20,0 milljónir).
  • Hagnaður fyrir fjárliði (EBITDA) var 4,2 milljónir (3,4 milljónir).
  • Hlutdeild í afkomu HB Granda var 158 þúsund til gjalda (1,4 milljónir til tekna).
  • Hagnaður tímabilsins var 2,2 milljónir (2,6 milljónir).
  • Heildareignir voru 80,8 milljónir (79,5 milljónir).
  • Vaxtaberandi skuldir voru 24,5 milljónir (25,7 milljónir).
  • Eiginfjárhlutfall var 59% (58%).

Rekstur

Rekstrartekjur samstæðunnar voru 23,9 milljónir og jukust um 20% frá fyrstu sex mánuðum fyrra árs.  Rekstrarhagnaður var 14% af rekstrartekjum eða 3,3 milljónir en var 12,7% í fyrra eða 2,5 milljónir.  

Fjármunatekjur ásamt hlutdeild í tapi HB Granda, að frádregnum fjármagnsgjöldum, voru 622 þúsund til gjalda en voru 430 þúsund til tekna á fyrra ári.

Hagnaður tímabilsins var 2,2 milljónir en var 2,6 milljónir sama tímabil fyrra árs. 

Efnahagur

Heildareignir voru 80,8 milljónir í árslok.  Eigið fé nam 47,4 milljónum, en af þeirri upphæð eru 5,6 milljónir hlutdeild minnihluta í eigin fé tveggja dótturfélaga (Swan Net Gundry á Írlandi og Fjarðanetum á Íslandi).  Hlutfall eigin fjár, þegar hlutdeild minnihluta er meðtalin, var í árslok 59% af heildareignum samstæðunnar.

Vaxtaberandi skuldir námu í árslok 24,5 milljónum og lækkuðu um 1,2 milljónir frá ársbyrjun.  

Jón Guðmann Pétursson, forstjóri: 

„Sala og afkoma Hampiðju samstæðunnar var mun betri fyrrihluta ársins en hún var á sama tíma í fyrra, ef frá eru talin umskipti í hlutdeildarafkomu frá HB Granda.  Söluaukningin er tilkomin vegna aukinnar sölu ofurkaðla til olíuiðnaðar og aukningar í sölu veiðarfæra á okkar helstu mörkuðum, þ.e. Íslandi, Írlandi og í Danmörku.  Þó svo verkefnastaðan sé víðast hvar ágæt er seinni hluti ársins yfirleitt lakari hjá okkur en fyrri hlutinn og útlit fyrir að sú verði einnig raunin á þessu ári.“

Hampiðjan 30.júní 2012.pdf
Hampiðjan - Lykiltölur 30.juni 2012.xls 

Please fill in the below details in order to view the requested content.