Index: 0

Árshlutareikningur Hampiðjunnar hf. fyrir fyrstu 6 mánuði 2010

27.08.2010

Árshlutareikningur 1.1. - 30.6. 2010

- Rekstrartekjur tímabilsins jukust um 15% og voru EUR 21,7 milljónir (kr. 3,6 
milljarðar). - Rekstrarhagnaður var EUR 3,3 milljónir (kr. 545 milljónir), sem var 15% af
tekjum, en hann var EUR 1,8 milljónir (kr. 299 milljónir) árið áður, sem var þá 10% af tekjum. - Fjárliðir, að meðtaldri hlutdeild í afkomu HB Granda hf., voru á tímabilinu
EUR 1,3 milljónir til gjalda (kr. 224 milljónir) en voru árið áður EUR 366 þúsund til tekna kr. 64 milljónir). - Hagnaður tímabilsins var EUR 1,6 milljónir (kr. 271 milljón) en var árið áður
EUR 1,9 milljónir (kr. 330 milljónir).

Rekstur fyrri helming ársins 2010

Rekstur samstæðunnar gekk betur fyrri helming ársins en áætlun gerði ráð fyrir. Salan jókst í mikilvægum vöruflokkum s.s. í flottrollum og ofurtógi. Hagræðing í kjölfar sameiningar framleiðslu í Litháen og innlendrar starfsemi að Skarfabakka skilar sér nú að fullu í rekstri samstæðunnar.

Fjárliðir voru óhagstæðir vegna gengistaps er varð á tímabilinu vegna lána í öðrum myntum en evru. Á sama tímabili árið áður var gengishagnaður vegna sömu lána. Þá var hlutdeild í afkomu HB Granda á tímabilinu til gjalda, en var til tekna árið áður.

Efnahagur

Heildareignir voru EUR 81,9 milljónir í lok tímabilsins. Skuldir námu EUR 42,6 milljónum og eigið fé nam EUR 39,3 milljónum, en af þeirri upphæð eru EUR 6,2 milljónir hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfélaga. Hlutfall eigin fjár, þegar hlutdeild minnihluta er meðtalin með eigin fé, var í árslok 48% af heildareignum samstæðunnar.

Reykjavík 27. ágúst 2010,
Hampiðjan hf.

hampijan_hf_samandreginn_arshlutareikningur_samstu_30_juni_2010.pdf
hampidjan__lykiltolur_30_juni_2010.xls
tilkynning_fyrir_6man_2010.pdf

Please fill in the below details in order to view the requested content.