Index: 0

Ársreikningur Hampiðjunnar hf. fyrir árið 2011

16.03.2012

Allar fjárhæðir í evrum og samanburðartölur fyrra árs í sviga.

  • Rekstrartekjur jukust um 9% og voru 42,4 milljónir (39,0 milljónir).
  • EBITDA af reglulegri starfsemi, var 6,9 milljónir (6,0 milljónir).
  • Söluhagnaður rekstrarfjármuna var 1,4 milljónir (0 milljónir).
  • Hlutdeild í hagnaði HB Granda var 3,5 milljónir (0,7 milljónir).
  • Hagnaður ársins var 7,3 milljónir (2,6 milljónir).
  • Heildareignir voru 79,5 milljónir (80,3 milljónir).
  • Vaxtaberandi skuldir voru 25,6 milljónir (33,7 milljónir).
  • Eiginfjárhlutfall var 58% (51%).

Rekstur

Rekstrartekjur samstæðunnar voru 42,4 milljónir og jukust um 9% frá árinu áður.  Rekstrarhagnaður af reglulegri starfsemi var 12,2% af rekstrartekjum eða 5,2 milljónir en var 10,7% í fyrra eða 4,2 milljónir.  Fjármunatekjur ásamt hlutdeild í hagnaði HB Granda að frádregnum fjármagnsgjöldum voru 1,9 milljónir til tekna en voru 1 milljón til gjalda á fyrra ári.   

Hagnaður ársins, eftir að tillit hefur verið tekið til taps vegna aflagðrar starfsemi í Namibíu, var 7,3 milljónir en hann var 2,6 milljónir árið 2010. 

Efnahagur

Heildareignir voru 79,5 milljónir í árslok.  Eigið fé nam 46,2 milljónum, en af þeirri upphæð eru 5,4 milljónir hlutdeild minnihluta í eigin fé tveggja dótturfélaga.  Hlutfall eigin fjár, þegar hlutdeild minnihluta er meðtalin, var í árslok 58% af heildareignum samstæðunnar.

Vaxtaberandi skuldir námu í árslok 25,6 milljónum og lækkuðu um 8,1 milljón frá ársbyrjun.  

Jón Guðmann Pétursson, forstjóri: 

„Venjulega er seinni hluti ársins töluvert lakari hjá okkur en sá fyrri, en sú varð ekki raunin að þessu sinni.  Veruleg aukning var í sölu ofurkaðla á seinni hluta ársins, ekki síst til olíuiðnaðar, og var afkastageta Hampiðjunnar í Litháen fullnýtt í þeim vörum allan síðari helming ársins og er reyndar enn.  Þá var óvenju góð sala seinni hluta ársins hjá móðurfélaginu á veiðarfærum til bæði makríl- og loðnuveiða.  Dótturfélögin voru öll rekin með jákvæðri afkomu á árinu og í heildina tekið var rekstrarárangur ársins góður.  Til viðbótar naut félagið verulegs hlutdeildarhagnaðar frá HB Granda, en hann var 3,5 milljónir og jókst um 2,8 milljónir frá fyrra ári.    

Hampiðjan seldi á árinu einkaleyfi og vöruheiti tengd toghlerum og var hagnaður af því 1,4 milljónir.  Þá var dótturfélagið í Walvis Bay í Namibíu selt fyrir um eina milljón og sölustarfsemi á ofurköðlum, sem áður var á hendi dótturfélags í Noregi, var flutt til móðurfélagsins á Íslandi.  Helsta fjárfesting ársins var kaup á stærstu kaðlafléttivél sem smíðuð hefur verið og er nú verið að ljúka uppsetningu hennar í Litháen.“   

Reykjavík 16. mars 2012,

Hampiðjan hf. 

Ársreikningurinn er á heimasíðu Hampiðjunnar hf.,  www.hampidjan.is.


Hampiðjan hf. Ársreikningur samstæðu 2011.pdf 
Hampiðjan lykiltölur 2011.pdf 
Tilkynning fyrir 2011.pdf 

Please fill in the below details in order to view the requested content.