Index: 0

Dagskrá og tillögur fyrir aðalfund Hampiðjunnar er haldinn verður 29. maí 2020, kl. 16:00

15.05.2020

DAGSKRÁ

  1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina árið 2019.
  2. Staðfesting ársreiknings og ráðstöfun hagnaðar ársins 2019.
  3. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna.
  4. Kosning stjórnar félagsins.
  5. Kosning endurskoðunarfélags.
  6. Tillaga um að stjórn fái heimild til kaupa á eigin hlutum.
  7. Önnur mál.

Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað.

TILLÖGUR

Um greiðslu arðs:

Stjórn félagsins leggur til að á árinu 2020 vegna rekstrarársins 2019 verði greiddar 1,15 kr. á hlut í arð til hluthafa, eða 563 milljónir ISK. Arðurinn verði greiddur í viku 30.
Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 29. maí 2020, þ.e. viðskipti sem fara fram á þeim degi koma fram í hlutaskrá félagsins á arðsréttindadeginum 3. júní.
Arðleysisdagurinn er 2. júní.

Um þóknun til stjórnarmanna:

Þókunun til stjórnarmanna verði 210.000 kr. á mánuði árið 2020, formaður fái þrefaldan hlut.

Um endurskoðunarfélag:

PricewaterhouseCoopers ehf. verði kjörið til næsta árs.

Um heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutum:

Aðalfundur Hampiðjunnar hf. haldinn 29. maí 2020 veitir stjórn félagsins heimild til að kaupa eigin hluti í félaginu. Heimild þessi stendur í 18 mánuði og takmarkist við að samanlögð kaup fari ekki yfir 10% af heildarhlutafé félagsins á hverjum tíma. Kaupgengi skal miða við síðasta skráða dagslokagengi á markaði áður en kaupsamningur er gerður. 


AðalfundurHampiðu2020hres 003.pdf

Please fill in the below details in order to view the requested content.