Index: 0

Hampiðjan - ársreikningur 2010 (fjárhæðir í evrum)

25.03.2010

Fjárhæðir eru í Evrum

  • Rekstrartekjur ársins voru 40,1 millj. (2009; 37,7 millj.)
  • EBITDA, hagnaður fyrir fjárliði, var 6,0 millj. (2009; 4,8 millj.)
  • Hagnaður ársins var 2,6 millj. (2009; 3,0 millj.)
  • Heildareignir í árslok voru 80,4 millj. og eiginfjárhlutfall var 50%.
  • Stjórn Hampiðjunnar leggur til að greiddar verði kr. 74,5 milljónir í arð til hluthafa, eða sem nemur 1,3% af eigin fé Hampiðjunnar í árslok. 

Rekstur

Rekstrartekjur samstæðunnar voru 40,1 milljón og jukust um 6,5% á milli ára.  Hagnaður fyrir fjárliði (EBITDA) var 15% af rekstratekjum eða 6,0 milljónir en var 13% eða 4,8 milljónir árið áður.   Fjármagnsgjöld að frádregnum fjármunatekjum og hlutdeild í hagnaði HB Granda var 1,0 milljón til gjalda en var 369 þúsund til tekna árið áður. Hagnaður ársins var 2,6 milljónir en var 3,0 milljónir árið áður. 

Efnahagur

Heildareignir voru 80,4 milljónir í árslok. Skuldir námu 40,2 milljónum og lækkuðu um 0,5 milljónir frá fyrra ári.   Eigið fé nam 40,2 milljónum, en af þeirri upphæð eru 6 milljónir hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfélaga. Hlutfall eigin fjár, þegar hlutdeild minnihluta er meðtalin með eigin fé, var í árslok 50% af heildareignum samstæðunnar.

 
Jón Guðmann Pétursson, forstjóri: 

Rekstur netaverkstæðanna gekk vel á Íslandi, Írlandi, Danmörku, Nýja Sjálandi og Kanada. Minniháttar tap var á rekstri netaverkstæðanna í Namibíu og Bandaríkjunum. Þá tókst vel til með rekstur verksmiðjunnar í Litháen og hefur sameining og útvíkkun á framleiðslu Hampiðjunnar, sem hófst með kaupum á nælonnetahluta Utzon árið 2003, bætt samkeppnishæfni samstæðunnar umtalsvert. Sala á ofurtógi út fyrir sjávarútveginn, mest til olíuiðnaðar, gekk vel á síðasta ári og jókst frá árinu áður. Heilt yfir gekk rekstur samstæðunnar vel á árinu. 

Fjárliðir voru fremur óhagstæðir vegna þróunar á lánamyntum Hampiðjunnar, en þeir voru óvenju hagstæðir árið áður. Þá minnkaði hlutdeild í afkomu HB Granda nokkuð á milli ára.   Þessir liðir, ásamt hækkun tekjuskatts og tekjuskattsskuldbindingar, gera það að verkum að afkoma samstæðunnar var ívið lakari en árið áður eða 2,6 milljónir en var 3,0 milljónir.    

Hampiðjan hf Lykiltölur 2010.pdf
Hampiðjan 2010.pdf

Please fill in the below details in order to view the requested content.