Index: 0

Hampiðjan - Ársuppgjör 2009

19.03.2010
  • Hagnaður samstæðunnar var EUR 3,0 milljónir (520 mkr.), en var EUR 0,9 milljónir (120mkr.) árið áður.
  • Rekstrartekjur ársins voru EUR 37,7 milljónir (6,6 makr.), en voru EUR 39,7 milljónir (5,2 makr.) árið áður.

Rekstur ársins 2009

Rekstrartekjur samstæðunnar voru kr. 6,6 milljarðar og jukust í krónum talið um 27% á milli ára. Rekstrartekjur drógust saman í evrum um 5% frá fyrra ári sem skýrist af innlendri sölu móðurfélagsins, sem mælist í færri evrum vegna gengisfalls krónunnar.

Hagnaður fyrir fjárliði (EBITDA) var 13% af rekstratekjum eða EUR 4,8 milljónir (843mkr.) en var 10% eða EUR 3,9 milljónir (512mkr.) árið áður.

Fjármunatekjur að frádregnum fjármagnsgjöldum voru EUR 0,8 milljónir (144mkr.) til gjalda en voru EUR 4,1 milljón (535mkr.) til gjalda árið áður.

Hlutdeild í afkomu HB Granda hf. var EUR 1,2 milljónir (209mkr.) til tekna en var EUR 1,5 milljónir (198mkr.) árið áður.

Hagnaður fyrir skatta var EUR 3,4 milljónir (601mkr.) en tap var árið áður að upphæð EUR 0,3 milljónir (42mkr.).

Hagnaður ársins var EUR 3,0 milljónir (520mkr.) en var EUR 0,9 milljónir (120mkr) árið áður.

Efnahagur

Heildareignir voru EUR 78,3 milljónir í árslok.

Skuldir námu EUR 40,7 milljónum og lækkuðu um EUR 1 milljón frá fyrra ári.

Eigið fé nam EUR 37,6 milljónum, en af þeirri upphæð eru EUR 6 milljónir hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfélaga. Hlutfall eigin fjár, þegar hlutdeild minnihluta er meðtalin með eigin fé, var í árslok 48% af heildareignum samstæðunnar.

Jón Guðmann Pétursson, forstjóri: 
Reksturinn gekk ágætlega á síðasta ári. Rekstrarhagræðingin, sem unnið hefur verið að á síðustu árum í framleiðslu á garni, netum og köðlum, m.a. með kaupum á fyrirtækinu Utzon í Litháen og flutningi á starfsemi frá Íslandi og Portúgal til þess félags, hefur bætt samkeppnisstöðu samstæðunnar verulega eins og ársreikningurinn ber með sér. 
Þá var á árinu unnið mikið starf í vöruþróun, bæði í köðlum í veiðarfæri, köðlum úr ofurefnum til ýmissa nota og á toghlerum. Í samræmi við stefnu Hampiðjunnar, hefur verið sótt um einkaleyfi á áhugaverðum vörunýjungum Hampiðjunnar. Hampiðjan mun halda áfram að verja þróunarstarf sitt með umsóknum um einkaleyfi og er einbeitt í því að verja útgefin einkaleyfi fyrir brotum samkeppnisaðila. 
Áætlun ársins 2010 gerir ráð fyrir að rekstrarhagnaður samstæðunnar (EBIT), verði svipaður og á sl. ári.

Hafnarfjörður 19. mars 2010,
Hampiðjan hf.

Please fill in the below details in order to view the requested content.