Index: 0

Hampiðjan hf. selur dótturfyrirtæki sitt í Namibíu

20.10.2011

Hampiðjan hefur selt Ásmundi Björnssyni allan eignarhlut sinn í Hampidjan Namibia Ltd.  Söluverðið, € 1.030 þús. (ein milljón þrjátíu þúsund evrur) er að fullu greitt.  Óverulegur munur er á söluverði og bókfærðu verði eignarhlutsins.          

Jón Guðmann Pétursson, forstjóri Hampiðjunnar:  

Hampiðjan hefur frá árinu 1995 rekið dótturfélag í Namibíu.  Þó svo rekstur félagsins hafi verið farsæll hefur félagið ekki náð þeim umsvifum sem réttlætti áframhaldandi rekstur þess af hálfu Hampiðjunnar.  Á síðasta ári voru sölutekjur félagsins ríflega ein milljón evrur og lítilsháttar tap var á rekstrinum.   Við erum afar ánægð með kaupandann, en Ásmundur Björnsson hefur rekið félagið frá stofnun þess, en áður starfaði hann hjá Hampiðjunni.   

Please fill in the below details in order to view the requested content.