Index: 0

Hampiðjan lýkur við kaup á Voot Beitu

21.11.2017

Í tilkynningum þann 23.05.2017 og 24.05.2017 tilkynnti Hampiðjan að félagið hefði gengið frá kaupum á 68% hlutafjár í Voot Beitu ehf. Öll skilyrði kaupsamnings vegna hlutanna hafa nú verið uppfyllt og Hampiðjan hefur tekið við eignarhlutnum.

Kaupverðið er að fullu fjármagnað með handbæru fé Hampiðjunnar.

Frekari upplýsingar veitir Hjörtur Erlendsson forstjóri í síma 664-3361

Please fill in the below details in order to view the requested content.