Index: 0

Landsbankinn hyggst selja 10,93% eignarhlut í Hampiðjunni hf.

24.05.2012

Landsbankinn hf. hefur ákveðið að bjóða til sölu þegar útgefið hlutafé í Hampiðjunni hf. Um er að ræða sölu á öllum eignarhlut bankans í Hampiðjunni eða sem nemur 10,93% af útgefnu hlutafé í félaginu.

Markaðsviðskipti Landsbankans munu sjá um sölu hlutanna í útboði þar sem notuð er undanþáguheimild frá útgáfu lýsingar í samræmi við heimild í c-lið, 1. töluliðar, 1. málsgreinar 50. greinar laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Lágmark hvers tilboðs eru 10.000.000 hlutir að nafnverði í Hampiðjunni og lágmarksgengi í útboðinu eru 8,00 krónur á hlut.

Útboðsfyrirkomulag verður með þeim hætti að öll samþykkt tilboð miðast við það gengi sem tilboðsgjafi leggur inn. Útboðsskilmála ásamt tilboðseyðublöðum má nálgast hjá Markaðsviðskiptum Landsbankans.

Tekið verður við tilboðum frá og með föstudeginum 25. maí 2012 kl. 10:00 (GMT) en tilboðsfrestur rennur út mánudaginn 4. júní 2012 kl. 16:00 (GMT). Niðurstöður útboðsins verða birtar í Kauphöll að útboði loknu.

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi Þ. Arason, forstöðumaður Markaðsviðskipta Landsbankans. Sími: 410-7335

Arnar Arnarsson, sérfræðingur í Markaðsviðskiptum Landsbankans. Sími: 410-7336

Please fill in the below details in order to view the requested content.