Index: 0

Niðurstöður útboðs Hampiðjunnar á hlutum í HB Granda

9.05.2016

Hlutafjárútboði í HB Granda hf. lauk í gær þann 3. maí. Í útboðinu bauð Hampiðjan hf. til sölu 160.074.981 hluti í HB Granda eða sem nemur 8,79% af skráðu hlutafé í HB Granda.

Þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður óskuðu fjárfestar eftir að kaupa hlutabréf að nafnverði 28,4 milljónir króna á genginu 35,6 kr. á hlut. Hampiðjan hefur ákveðið að samþykkja þau tilboð sem bárust.

Meti Hampiðjan markaðsaðstæður hagstæðar síðar meir kann félagið að skoða frekari áform um sölu á eftirstandandi eignarhlut.  

Tilgangur útboðsins var að skoða aðra fjármögnunarvalkosti við kaup félagsins á P/F Von en félagið hafði þegar tryggt lánsfjármögnun á kaupunum líkt og kom fram í tilkynningu þann 29. apríl sl.

Fjárfestum verða sendar upplýsingar um úthlutun ásamt greiðslufyrirmælum en gjalddagi áskrifta og afhending bréfa verður þann 9. maí næstkomandi. Fjárfestingabankasvið Arion banka hf. hafði umsjón með framkvæmd útboðsins.

Nánari upplýsingar veita:

Hjörtur Erlendsson forstjóri Hampiðjunnar hf. í síma 664-3361 og

Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstöðumaður markaðsviðskipta á fjárfestingabankasviði Arion banka hf., í síma 856‐7170.

Please fill in the below details in order to view the requested content.