Index: 0

Nýr fjármálastjóri Hampiðjunnar

21.03.2016

Hampiðjan hefur ráðið Emil Viðar Eyþórsson sem fjármálastjóra Hampiðjunnar.   Emil er 35 ára og menntaður sem viðskiptafræðingur frá HÍ með áherslu á reikningshald og endurskoðun og hefur verið löggiltur endurskoðandi frá 2011.

Emil hefur starfað hjá Deloitte í tæp 14 ár, fyrst við endurskoðun og uppgjör en síðar hjá fjármálaráðgjöf Deloitte. Emil varð meðeigandi hjá Deloitte á árinu 2013 og tók við sem yfirmaður fjármálaráðgjafar Deloitte á árinu 2015.

Emil er kvæntur Guðlaugu Eddu Steingrímsdóttur og eiga þau þrjú börn.

Please fill in the below details in order to view the requested content.