Index: 0

Samruni fjárhagslega tengdra aðila

29.10.2014

Hluthafar Svöluhrauns ehf. og Fiskveiðahlutafélagsins Venusar hf. staðfestu á hluthafafundi sem haldinn var í gærkvöldi samruna félaganna tveggja í samræmi við samrunaáætlun dags. 15. ágúst 2014. Með samrunanum yfirtekur Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. (yfirtökufélag) einkahlutafélagið Svöluhraun (yfirtekið félag) og hið sameinaða félag mun starfa framvegis undir nafni og kennitölu yfirtökufélagsins.

Kristján Loftsson, stjórnarmaður í Hampiðjunni hf., er stjórnarformaður Svöluhrauns ehf. og Fiskveiðahlutafélagsins Venusar hf. og Vilhjálmur Vilhjálmsson, stjórnarformaður Hampiðjunnar hf., er jafnframt stjórnarmaður í báðum félögum. Svöluhraun ehf. og Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. teljast því til fjárhagslega tengdra aðila fruminnherja félagsins.

Fiskveiðahlutafélagð Venus hf. á hlutafé að nafnverði kr. 65.428.818 í Hampiðjunni, eða 13,09% af heildarhlutafé félagsins. Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. á 39,50% eignarhlut í Hval hf.  en dótturfélag þess Vogun hf. á 37,6% hlut í Hampiðjunni.  Svöluhraun ehf. á hlutafé að nafnverði kr. 7.500.000 í Hampiðjunni, eða 1,5% af heildarhlutafé félagsins.  Eftir samrunann verður eignarhlutur Fiskveiðahlutafélagsins Venusar hf.  í Hampiðjunni að nafnverði kr. 72.928.818, eða 14,59% af heildarhlutafé félagsins.

Please fill in the below details in order to view the requested content.