Index: 0

Sex mánaða árshlutareikningur samstæðu Hampiðjunnar 2017

24.08.2017

Lykilstærðir

Allar fjárhæðir í evrum og samanburðartölur í sviga.

  • Rekstrartekjur voru 63,8 m€ (59,5 m€).
  • EBITDA af reglulegri starfsemi var 9,5 m€ (8,5 m€).
  • Hagnaður tímabilsins nam 13,6 m€ (11,1 m€.)
  • Heildareignir voru 199,7 m€ (194,4 m€ í lok 2016).
  • Vaxtaberandi skuldir voru 74,2 m€ (81,4 m€ í lok 2016).
  • Eiginfjárhlutfall var 51,2% (48,1% í lok 2016).

Rekstur

Rekstrartekjur samstæðunnar voru 63,8 m€ og jukust um 7,3% frá fyrstu sex mánuðum fyrra árs.

EBITDA félagsins hækkaði um 12% á milli tímabila eða úr 8,5 m€ á fyrstu sex mánuðum ársins 2016 í 9,5 m€ á fyrstu sex mánuðum þessa árs.

Innleystur söluhagnaður fjárfestingareigna nam 6,6 m€ samanborið við 4,3 m€ á sama tímabili á árinu 2016.

Hagnaður tímabilsins var 13,6m€ en var 11,1 m€ fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2016.

Efnahagur

Heildareignir voru 199,8 m€ og hafa hækkað úr 194,4 m€ í árslok 2016.

Eigið fé nam 102,2 m€, en af þeirri upphæð eru 10,9 m€ hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfélaga.

Hlutfall eigin fjár, þegar hlutdeild minnihluta er meðtalin, var í lok tímabilsins 51,2% af heildareignum samstæðunnar.

Vaxtaberandi skuldir námu í árslok 74,2 m€ samanborið við 81,4 m€ í ársbyrjun.

Árshlutareikningurinn er aðgengilegur á heimasíðu Hampiðjunnar hf., www.hampidjan.is.

Hjörtur Erlendsson, forstjóri:

Rekstur og afkoma fyrirtækja Hampiðjunnar erlendis hefur verið góður og framar vonum á fyrrihluta ársins. Verkfall sjómanna í byrjun ársins dró úr sölu innanlands meðan á því stóð en áhrif þess eru þó minnkandi eftir því sem á líður. Í heildina hefur sala samstæðunnar aukist töluvert á fyrri hluta ársins miðað við sama tímabil síðasta ár.

Samið var um kaup á félaginu Voot Beita ehf. í sumarbyrjun og eru kaupin til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu og samþykktar er vænst á næstu vikum.

Samþætting í kjölfar kaupanna á P/f Von í Færeyjum á síðasta ári hefur gengið vel og rekstur félagsins hefur staðið fyllilega undir væntingum fram til þessa og félagið skilað góðri afkomu.

Fjárhagsdagatal

Ársuppgjör fyrir árið 2017 - 22. mars 2018

Nánari upplýsingar

Frekari upplýsingar veitir Hjörtur Erlendsson forstjóri í síma 664 3361.

Viðurkenndur ráðgjafi

Viðurkenndur ráðgjafi Hampiðjunnar á Nasdaq First North er PwC.

Viðhengi:
Uppgjor 6 manuir 2017 IFRS.pdf
Hampijan - Lykiltolur 30. juni 2017.pdf

Please fill in the below details in order to view the requested content.