Reykjavík, Ísland, 24. maí 2023
Helstu upplýsingar um hlutafjárútboð og fyrirhugaða töku til viðskipta á Aðalmarkaði
- Hlutafjárútboð Hampiðjunnar hf. mun standa yfir frá kl. 10:00, fimmtudaginn 25. maí nk., til kl. 14:00 föstudaginn 2. júní.Haldinn verður opinn kynningarfundur kl. 10:00 þriðjudaginn 30. maí 2023 í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19. Vefstreymið verður aðgengilegt hér á vef Arion banka og á vefsíðu Hampiðjunnar.Áskriftavefur
Tekið verður við áskriftum rafrænt á áskriftarvef útboðsins. Áskriftarvefur opnar fimmtudaginn 25. maí, klukkan 10:00.
Um útboðið
- Útboðið hefst kl. 10:00 þann 25. maí 2023 og lýkur kl. 14:00 2. júní 2023.
- Stærð útboðsins eru 85.000.000 hlutir í formi nýrra hlutabréfa í Hampiðjunni hf. („Hampiðjan“ eða „Útgefandi“).
- Í boði eru tvær áskriftarbækur, áskriftarbók A fyrir áskriftir frá 100.000 kr. til 20 m.kr. og áskriftarbók B fyrir áskriftir yfir 20 m.kr.
- Heimild er til að færa hluti milli áskriftarbókar A og B.
- Verð á hlut í útboðinu er 120 kr. í áskriftarbók A en í áskriftarbók B er lágmarkstilboð 120 kr. fyrir hvern hlut.
- Arion banki er umsjónaraðili útboðsins.
- Áætlað er að niðurstöður útboðsins verði tilkynntar eigi síðar en fyrir kl. 9:30 þann 5. júní 2023.
- Útgefandi áskilur sér einhliða rétt til að ákvarða úthlutun í útboðinu.
- Eindagi fjárfesta á áskriftarloforðum er áætlaður 7. júní 2023 fyrir kl. 16:15 fyrir greiðslur yfir 10 m.kr. en hægt er að greiða lægri fjárhæðir til kl. 21:00.
- Afhendingardagur hluta er áætlaður 9. júní 2023.
- Fyrsti viðskiptadagur á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. er áætlaður 9. júní 2023.
- Smelltu hér til að stofna vörslureikning.
- Lögaðilar sem taka þátt í útboðinu eru skyldugir til þess að vera með LEI-auðkenni.
- Áskriftarsíðuna verður hægt að nálgast í gegnum þessa vefsíðu á áskriftartímabilinu.
Áskriftarbók A Áskriftarbók B Stærð áskrifta Áskriftir frá 100.000 kr. – 20.000.000 kr. Áskriftir yfir 20.000.000 kr. Útboðsgengi Fast verð 120 kr. Tilboð skulu gerð á eða yfir lágmarksverði 120 kr. á hlut. Salan fer fram á föstu verði, sem ákvarðast jafnt og það lægsta af samþykktum tilboðum. Stærð útboðs Til sölu verða 17.000.000 hlutir (20% af stærð útboðsins). Til sölu verða að hámarki 68.000.000 hlutir (80% af stærð útboðsins). Úthlutun Útgefandi áskilja sér einhliða rétt til að ákvarða úthlutun í útboðinu. Áskriftir í Áskriftarbók A má skerða hlutfallslega, takmarka við hámarksfjölda hluta og/eða lækka eða hafna á hvern þann veg sem Útgefanda hugnast. Þó verður leitast við að skerða ekki áskriftir almennra fjárfesta undir 500.000 kr. og að skerða ekki áskriftir stafsmanna Hampiðjunnar að neinu leyti. Útgefandi áskilur sér einhliða rétt til að ákvarða úthlutun í útboðinu. Áskriftir í Áskriftarbók B má skerða hlutfallslega, takmarka við hámarksfjölda hluta og/eða lækka eða hafna á hvern þann veg sem Útgefanda hugnast. Úthlutun í Áskriftarbók B grundvallast á verði, en auk þess verður horft til þess að styðja við önnur langtímasjónarmið Útgefanda er snúa sem dæmi að dreifðu eignarhaldi og heilbrigðum viðskiptum á eftirmarkaði. Frekari upplýsingar um útboðið
Fjárfestum er heimilt að breyta áskrift sem þeir hafa þegar lagt fram í útboðinu á útboðstímabilinu með því að leggja fram annað tilboð eða fella niður tilboð sem þegar hefur verið lagt fram. Allar áskriftir sem hafa ekki verið felldar niður á áskriftartímabilinu eru bindandi fyrir viðkomandi fjárfesti í lok útboðstímabilsins. Útgefandi áskilur sér rétt til að innheimta áskriftir til samræmis við fyrirmæli laga, eða úthluta hlutabréfum áskrifanda sem ekki greiðir á gjalddaga til annarra fjárfesta, án frekari fyrirvara eða viðvörunar.
Umsjónaraðili útboðs áskilur sér rétt til að krefjast staðfestingar á greiðslugetu eða tryggingar fyrir greiðslu áskrifta frá áskrifendum. Verði áskrifandi ekki við þessari kröfu umsjónaraðila innan þess frests sem gefinn er, áskilur útgefandi sér rétt til að ógilda áskrift viðkomandi áskrifanda að hluta eða í heild. Útgefandi metur einhliða hvort staðfesting á greiðslugetu eða trygging teljist fullnægjandi. Lögaðilar sem taka þátt í útboðinu eru skyldugir til þess að vera með LEI-auðkenni. Liggi gilt LEI-auðkenni ekki fyrir við lok áskriftartímabils mun áskrift vera felld niður. Útgefandi og umsjónaraðili áskilja sér rétt til að hafna áskriftum, án fyrirvara eða aðvörunar.
Útboðið er eingöngu markaðssett á Íslandi og er þátttaka í áskriftarbók A heimil öllum þeim einstaklingum og lögaðilum sem hafa bæði íslenska kennitölu og eru fjárráða í skilningi lögræðislaga nr. 71/1997, með þeim takmörkunum sem af lögunum kunna að leiða. Þar af leiðir að einstaklingum sem ekki hafa náð 18 ára aldri, sem og þeim einstaklingum sem ekki ráða búi sínu sjálfir, er ekki heimil þátttaka í útboðinu. Þátttaka í áskriftarleið B er háð sömu skilyrðum, auk þess sem lágmarksfjárhæð áskriftar er yfir 20 m.kr.
Útgefandi áskilur sér rétt til að falla frá útboðinu ef Nasdaq Iceland hf. hafnar umsókn félagsins um töku til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland, ef áskrift er ekki móttekin fyrir alla hluti sem boðnir eru til sölu í útboðinu, eða af einhverjum öðrum ástæðum sem Útgefandi telur gefa tilefni til. Í slíkum tilvikum verða áskriftir og úthlutanir þá gerðar ógildar. Nasdaq Iceland hf. mun tilkynna opinberlega um fyrsta dag viðskipta með hlutabréf í Hampiðjunni hf. á Aðalmarkaði, en áætlað er að hann verði þann 9. júní 2023.
Minnt er á að hlutabréf eru áhættusöm fjárfesting sem getur byggst á væntingum en ekki loforðum. Áður en tekin er ákvörðun um fjárfestingu í hlutabréfum í Hampiðjunni hf. skulu fjárfestar kynna sér alla skilmála útboðsins og upplýsingar um Hampiðjuna hf., sem finna má í lýsingu Hampiðjunnar hf., sem dagsett er 24. maí 2023, auk annarra gagna, fyrirvara og upplýsinga sem birt eru í tengslum við útboðið og fyrirhugaða skráningu á Nasdaq Iceland.
Nánari upplýsingar
Arion banki hf. hefur umsjón með almenna útboðinu og töku hlutabréfa félagsins til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf.
Nánari upplýsingar um Hampiðjuna, hlutabréf félagsins og skilmála útboðsins má finna í lýsingu félagsins sem dagsett er 24. maí 2023 auk fjárfestakynningar sem birt hefur verið á www.arionbanki.is/hampidjan.