Nýlega staðfesti útgerðarfélagið Skinney-Þinganes kaup á fjarstýrðum Thyborøn týpu 42 toghlerum fyrir nýtt skip félagsins sem er í smíðum hjá Karstensens Skibsværft A/S í Danmörku.
Hlerarnir sem eru 12,0 m² að stærð og 4.700 kg eru full-fjarstýranlegir og sömu gerðar og þeir hlerar sem eru um borð í nýjasta skipi íslenska flotans, Hákoni ÞH 250, og reynst hafa mjög vel. Hlerunum er stýrt í gegnum botnstykki sem sett eru undir kjöl skipsins og með því má breyta stöðu og virkni þeirra úr brúnni á meðan á veiðum stendur. Þeim má einnig stýra með Simrad FM 90i höfuðlínustykki með DynIce Data höfuðlínukapli eða hefðbundnum vírkapli.
Í dag eru um 35 skip víðsvegar um heiminn að nota fjarstýrðu hlerana frá Thyborøn með góðum árangri.