Gerast áskrifandi

Index: 0

80 ára afmælinu fagnað á Íslensku sjávarútvegssýningunni

24.09.2014

80 ára afmælinu fagnað á Íslensku sjávarútvegssýningunni

Íslenska sjávarútvegssýningin verður haldin í Smáranum í Kópavogi dagana 25. til 27. september nk. Líkt og fyrr verður Hampiðjan með veglegan sýningarbás í aðalbyggingu Smárans en fyrirtækið hefur tekið þátt í öllum íslensku sjávarútvegssýningunum frá því að sú fyrsta var haldin í Laugardalshöllinni árið 1984.

DSC5322Hamp-house-Vef2

,,Hampiðjan varð 80 ára á þessu ári og við hyggjumst minnast þeirra tímamóta og halda upp á afmælið með veglegum hætti á sýningunni,“ segir Haraldur Árnason, sölustjóri veiðarfæradeildar Hampiðjunnar.

,,Við munum leggja meira í sýningarbásinn í tilefni af afmælinu en við höfum gert áður og þar munum við leggja áherslu á að kynna framleiðsluvörur okkar sem og vörur dótturfyrirtækja Hampiðjunnar og helstu samstarfsaðila,“ segir Haraldur en þess má geta að sýningarbásinn verður 117 m2 að grunnfleti og reiknað er með því að a.m.k. 20 starfsmenn Hampiðjunnar muni standa vaktina á básnum þá daga sem sýningin stendur.

Meðal þeirra framleiðsluvara, sem kynnar verða sérstaklega á sýningunni, eru Gloría þantroll, DynIce Warp togtaugar og DynIce Data gagnaflutningskapallinn, DynIce grandarar, DynIce Quickline, lykkjutógið, Apollo Xstream, toghlerinn (V-rigg),  nótaefni og nætur frá Badinotti og Hemmer botntroll og T-90 pokar frá  Fjarðaneti.. Vörurnar og framleiðsluferlið verður  kynnt á myndrænan hátt á stórum sýningarskjá og auk þess verða vörur eða hlutar þeirra til sýnis á básnum.

,,Við eigum von á því að í tilefni af sýningunni komi hingað til lands starfsmenn frá flestum starfsstöðvum okkar erlendis en Hampiðjan er með tíu starfsstöðvar erlendis í jafn mörgum löndum í fjórum heimsálfum,“ segir Haraldur Árnason.

Sýningarbás Hampiðjunnar er nr. D-50 í aðalbyggingu Smárans.

Please fill in the below details in order to view the requested content.