Gerast áskrifandi

Index: 0

Algjör hending að sjá smáan fisk í aflanum

5.11.2014

,,Algjör hending að sjá smáan fisk í aflanum“

,,Við notum þennan trollpoka þegar við erum á þorskveiðum og hann hefur fyrir löngu sannað gildi sitt. Möskvarnir haldast betur opnir en í  hefbundnum pokum og fyrir vikið sleppur mestallur smáfiskur út úr pokanum. Það er a.m.k. algjör hending að sjá smáfisk í aflanum hjá okkur.“

Sturlaugur

Þetta segir Eiríkur Jónsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Sturlaugi H. Böðvarssyni AK, en nú er rétt ár síðan Eiríkur og hans menn tóku við T90 tollpoka með 155 mm möskvastærð og DynIce Quicklínum frá Hampiðjunni Þá erum við jafnframt farnir að nota DynIce Quicklinur á belginn, fram að toppvængjum í trollinu.

Eirikur-Jonsson-

Að sögn Eiríks er netið í T90 pokanum frábrugðið öðrum að því leyti að það snýr þversum í pokanum en ekki langsum eins og venjan er. Fyrir vikið opnast möskvinn betur og hleypir út smáum fiski.

Hampiðjan - Fjarðanet myndband -smellið hér

,,DynIce Quicklínurnar hafa einnig sitt að segja. Þær fléttast inn í möskvana og við höfum þær stífari en möskvana og það hjálpar einnig til að halda möskvunum með hámarksopnun. Með þessu verður þrýstingur og álag á fiskinn í trollpokanum minna og fer að okkar mati betur með fiskinn. Með því að nota þessar línur í allt trollið, þurfum við ekkert að bensla lengur. Trollið er mun meðfærilegra á dekki og allt er léttara á höndum,“ segir Eiríkur  er við náðum tali af honum var hann með skipið að veiðum á Halamiðum.
,,Við byrjuðum í karfa og ufsa fyrir vestan land en fórum svo hingað norður í þorsk. Veiðin hefur gengið ágætlega. Það var reyndar kolvitlaust veður í gær en veðrið er að ganga niður og það var ágætis kropp hjá okkur í nótt. Þorskurinn er hér í kantinum en svo eru skip að veiðum grynnra og hafa verið að fá þar ufsa og karfa,“ segir Eiríkur Jónsson.

Fer miklu betur með fiskinn
Tveir af togurum Samherja, Snæfell EA og Kaldbakur EA, sem reyndar er gerður út undir merkjum Útgerðarfélags Akureyringa, hafa notað T90 trollpoka með DynIce Quicklínum frá Hampiðjunni á þessu ári. Báðir T90 pokarnir voru settir upp hjá  Fjarðanetum á Akureyri.

Sigtryggur-Gislason

Sigtryggur Gíslason, skipstjóri á Kaldbaki, segir að það sé engin spurning að þessi nýjung fari mun betur með fiskinn en eldri gerðir poka.

,,Við fylgdumst með því sem Eiríkur og hans menn á Sturlaugi H. Böðvarssyni voru að gera og vorum hrifnir af þeim árangri sem náðist. Ég get nefnt að við NA-land er smáfiskasvæði þar sem meðalvigtin á þorskinum var að jafnaði ekki nema 2,0 kg.

Kaldbakur

Eftir að við fórum að nota T90 pokann er meðalvigtin 2,3 kg og það munar því miklu. Okkar reynsla er sú að netið í pokanum sé ekki eins strengt, haldist opið og lokist ekki eins og átti til með að gerast áður en við skiptum um poka. Við erum ekki einir um þessa skoðun því starfsmenn frystihússins segja okkur að þrýstingur á fiskinn í pokanum sé greinilega ekki eins mikill og áður og gæðin séu þ.a.l. meiri,“ segir Sigtryggur.

Er rætt var við Sigtrygg var veiðiferð að ljúka.  Veiðar hófust að þessu sinni á Strandagrunni en þar fengust um 80 tonn af þorski á tveimur sólarhringum. Síðan var óveiðandi vegna veðurs í einn dag en síðustu holin voru tekin á Sporðagrunni á áður en haldið var til heimahafnar.

Please fill in the below details in order to view the requested content.