Gerast áskrifandi

Index: 0

Blængur gerir það gott með nýja H-toppinn

16.10.2017

Nýja Advant trollnetið  frá Hampiðjunni sem kynnt var fyrr á árinu hefur reynst vel sem botntrollsnet og umsagnir skipstjónarmanna um nýja Dyneema  netið hafa verið afar jákvæðar.
Bjarni Hjálmarsson skipstjóri á frystitogaranum Blæng  segir  að þeir  hafi  prófað nýja netið í stærri útfærslu af H-toppnum frá Fjarðaneti, dótturfyrirtæki Hampiðjunnar á Akureyri, frá því í júní og fram á haust og er mjög ánægður með veiðarfærið. "Við höfum verið á grálúðu- og ufsaveiðum undanfarna mánuði og H-toppurinn tekur mjög vel allan fisk og þá sérstaklega ufsann, segir Bjarni“.  

"Stærri H-toppurinn er með 54% lengra fótreypi og það hefur nánast ekkert slitnað né rifnað í trollinu þrátt fyrir það. Fyrir utan nokkrar smáviðgerðir á neðri vængjum, þar sem þeir  nuddast  á trolldekkinu  eða á botninum  að þá hefur trollið eiginlega  verið viðhaldsfrítt. Við höfum notað það í öllum veðrum og á sléttum jafnt sem grófum botni og í bröttum köntum þar sem fiskur veiðist oft mjög vel við ákveðnar aðstæður. H-toppurinn situr mjög vel á botninum og er tiltölulega léttur í drætti og þótt við séum oft með hann mjög nálægt botni að þá höfum við aldrei fengið grjót aftur í pokann heldur einungis sand og möl stöku sinnum."

Lykillinn að umtalsvert  minna togviðnámi á stærri H-toppnum er hið viðnámslétta Advant botntrollsnet frá  Hampiðjunni og sem jafnframt minnkar heildartogviðnám veiðarfærisins og vegur þar upp á móti þyngri rokkhopperlengju sem er 7,5 tonn að þyngd á móti 5,1 tonnum á minni H-toppnum.

„Við settum okkar það sérstaklega sem eitt af markmiðum í þróun  á Advant netagarninu að hámarka stífleika þess og nuddþol í trollnetaframleiðslunni. Fléttuð Dyneema trollnet á markaði í dag mýkjast fljótt við stöðuga notkun og verða við það erfiðari í vinnslu og viðgerðum á trolldekki.“ segir Guðmundur Gunnarsson hjá Hampiðjunni

Advant netagarnið er með þykkum og stífum polyethylene kjarna og þéttfléttaðri hlífðarkápu utanum til að ná fram sem mestum stífleika. Ný tegund af íburðarefni bætir ennfrekar við stífni netagarnsins  við gegnvætingu og litun, er mjög endingargott og skolast ekki í burt við notkun. Þvermál Advant netagarnsins er mun minna  en í samsvarandi styrkleika PE trollneta. Umreiknað í garnflatarmál að þá er Advant netið með 40% minna togviðnám í sjónum, segir Guðmundur.

Vegna efnissamsetningar og hönnunar Advant trollnetsins að þá er framleiðslukostnaður umtalsvert lægri en í hefðbundnum Dyneema® trollnetum. Advant býður því upp á þrefaldan ávinning umfram PE net;  lægra verð en í hreinu Dyneema neti, minna togviðnám og lengri endingu. Advant netið er hnýtt með tvöföldum netahnút til að forða hnútatildrætti. Tognun við slit er einungis um 5%, segir Guðmundur .

Með því að skipta út PE neti í staðinn fyrir Advant trollnetið tókst Hermanni Guðmundssyni trollhönnuði Fjarðanets að stækka H-toppinn á Blæng og lengja rokkhopperlengjuna um 54%, og er nýi  127m H-toppurinn því  með 41 metra rokkhopper og 10% stærri veiðihring.  Höfuðlínuhæð nýja trollsins er á milli sjö og níu metrar samhliða því að  garnflatarmálið er 36% minna en í 115 m H-toppnum.

"Við tókum nýja H-toppinn um borð eftir sjómannadaginn og höfum ekki notað önnur troll frá því að við fengum þetta troll um borð hjá okkur."sagði Bjarni Hjálmarsson skipstjóri.

Ljósmerki frá þremur aflanemum. Gott ufsahal á trolldekki.

Nýja trollið er um það bil 10% þyngra í  drætti  en eldra trollið, og við notum 50%  skurð á skrúfu  miðað við 45% á gamla trollinu. Við togum H-toppinn með 12-13 tonna víraátaki sem er vel innan við heildartoggetu skipins sem er  68 tonn. "Við notum 8,5 m2  Thyboron svifhlera (semi-pelagic) sem eru 4400 kg hvor um sig. Við erum með 55 metra tvöfalda grandara  og 110 metra  einfalda grandara milli trolls og hlera með heildarlengd upp á 165 metra. Þetta fyrirkomulag er að gefa okkur um 185  metra millibil á milli hleranna á toginu. Við erum að jafnaði með hlerana um 5 til 10 metra frá botni og það er auðvelt að stýra trollinu þannig með góðri botnsetu og erum fyrir löngu hættir að nota þung lóð á grandaraendum til að halda trollinu á botninum. "

Hann sagði að nýja 2 mm Advant netið sem  kom í staðinn fyrir 4 mm PE netið í gamla trollinu hefði reynst  mjög vel. "Við höfum ekki séð neinn tildrátt og það er fín hútafesta í netinu. Hvað veiðihæfni varðar að þá höfum við verið að fiska mikið einskipa í sumar og höfum því ekki mikinn samanburð við aðra togara. Við höfum þó nokkrum sinnum  fiskað samhliða öðrum á miðunum og við vorum yfirleitt að fá umtalsvert betri afla í veiðisamanburðinum hingað til. Það veiðist mjög vel í H-toppinn af öllum tegundum og þá  sérstaklega í ufsanum og það sést vel á höfuðlínumælinum að allur fiskurinn fer hratt og örugglega aftur í trollpokann."

Please fill in the below details in order to view the requested content.