Gerast áskrifandi

Index: 0

DynIce togtaugarnar frábærar í ís, krapa og kulda

14.11.2013

DynIce togtaugarnar frábærar í ís, krapa og kulda

– segir Jörgen Eriksen, útgerðarmaður og skipstjóri á rækjubátsins Claudiu á Grænlandi
,, Við hefðum átt að vera búnir að skipta yfir í DynIce fyrir löngu. Þetta er framtíðin í nútímatogveiðum, sérstaklega við erfiðar aðstæður í Grænlandsísnum að vetrarlagi,“ segir Jörgen Eriksen, útgerðarmaður og skipstjóri grænlenska rækjutogarans Claudiu, en hann hefur notað DynIce togtaugar frá Hampiðjunni og sams konar efni í gilsa frá því í ágúst 2012. Áður voru notaðir hefðbundnir togvírar og gilsavírar og Jörgen segir að endingin sé ekki sambærileg.

 

155crop2a

 

Jörgen hefur verið á Íslandi að undanförnu eftir að skip hans varð vélarvana miðja vegu á milli Íslands og Grænlands í byrjun mánaðarins. Var það dregið til Hafnarfjarðar. Skipið var á leiðinni frá Danmörku eftir  viðhald og breytingar á því undanfarna mánuði. Auk reglubundis viðhalds  var það lengt um þrjá metra og er nú 29 metra langt, sett í það ný 1.000 hestafla aðalvél í stað 700 hestafla vélar sem fyrir var og tvær nýjar ljósavélar. Skrúfunni var einnig skipt út og hún stækkuð úr 1,6 metrum í þvermál í 2,3 metra og er nýja skrúfan í skrúfuhring. Kvóti útgerðarinnar við Vestur-Grænland er 1.300 tonn af rækju en með aukakvóta, fengnum frá öðrum útgerðum, má áhöfnin veiða allt að 1.800 tonn af rækju á ári.
Að sögn Jörgens voru tvær 915 metra langar DynIce togtaugar frá Hampiðjunni keyptar í skipið í byrjun ársins.
,,Það reyndi verulega á togtaugarnar  við Vestur-Grænland sl. vetur, enda skilyrðin erfið, hafís, ísing og frost stundum meira en -20°C. Við höfum fylgst af athygli með  DynIce togtaugunum og ég get staðfest að ekki sér á þeim  eftir veturinn.  Í upphafi tókum við 30 metra af DynIce togtaugum til að nota sem gilsa og sömu sögu er að segja af þeim eftir veturinn í ísnum – það sér ekki á þeim. Við vorum með Dyneema gilsa frá öðrum framleiðanda sem dugðu einungis í 4- 6 vikur enstálgilsar endast í u.þ.b. sex mánuði. Það er með ólíkindum hvað DynIce gilsinn hefur haldið sér og hve vel hann dugði vel yfir veturinn. Það er sá tími þegar við skiptum venjulega oftast um gilsa á skipinu. Það, sem fer verst með gilsana á veiðum við Grænland er þegar sjórinn fer inn á milli þráðanna og frýs fastur í gilsinum, sem þá bólgnar út. Þegar síðan strekkist á þeim við hífingu fara þeir aftur í sama þvermál og áður. Við það myndast þúsundir smárra ískristalla sem virka eins og litlir hnífar og eyðileggja gilsana við endurtekna notkun. Þetta á aftur á móti ekki við með DynIce togtaugagilsana. Svo virðist sem sjórinn komist alls ekki inn í sterkbyggða efnisuppbyggingu DynIce togtaugagilsins. Við bíðum því spenntir eftir að sjá hversu lengi í viðbót gilsinn okkar endist,“ segir Jörgen.
 

Orkusparnaður við breytingarnar
Jörgen segir að með DynIce togtaugunum sé hægt að toga hraðar en áður og við það sparist mikil olía.
,,Við vorum skömmu áður farnir að toga hraðar þegar við skiptum yfir í 6,5 m2 Thyboron flottrollshlera sem við notum við 2350 möskva Cosmos rækjutroll. Nú notum við sama olíumagn en förum yfir mun stærra veiðisvæði og veiðum fleiri kíló af rækju miðað við hvern lítra af olíu en áður. Það er mismunandi frá einum skipstjóra til annars hvar áherslurnar liggja en það er alveg á hreinu að við festum veiðarfærið miklu sjaldnar en áður og spörum við það viðgerðarkostnað og vannýttan togtíma meðan gera þarf við veiðarfærið,“ segir Jörgen en að hans sögn verður fróðlegt að sjá hverju aukið vélarafl og stærri skrúfa í skrúfuhring muni skila til viðbótar í framtíðinni. Togkraftur skipsins sé nú áætlaður um 15  tonn í stað aðeins sjö tonna áður. Hann segir að tilkoma DynIce togtauganna hafi vissulega breytt miklu fyrir útgerðina en Það breyti því þó ekki að mikilvægt sé fara varlega með allan búnað á hinni erfiðu veiðislóð í Diskóflóanum en svo nefnist flóinn á milli Grænlands og Kanada,,Lagnaðarísinn í miklu kuldum að vetrarlagi er erfiðasta vandamálið. Ekki bara fyrir okkur heldur einnig stærri skip.  Við gætum þess þegar verið er að toga að fara varlega með DynIce togtaugarnar og halda þeim sem mest inni á miðjum gálganum, sérstaklega þegar við erum að toga í þröngum aðstæðum inni í ísbreiðunni. Það var farsæl ákvörðun að kaupa  togtaugarnar frá Hampiðjunni og því sjáum við ekki eftir. Þá hefur þjónusta fyrirtækisins verið til fyrirmyndar, hvort heldur sem er varðandi endurbætur á togvinubúnaðnum og við uppsetningu á DynIce togtaugunum,“ segir Jörgen Eriksen.
 

Please fill in the below details in order to view the requested content.