Gerast áskrifandi

Index: 0

Ferð Hampiðjunnar í tilraunatankinn í Hirtshals  vettvangur kynningar og skoðanaskipta

28.09.2022

Hampiðjan hefur undanfarna áratugi staðið fyrir ferðum í tilraunatankinn í Hirtshals í Danmörku, þar sem hin ýmsu veiðarfæri eru sýnd og prófuð.  Ákveðið hefur verið að efna til slíkrar ferðar í lok nóvember eftir tveggja ára hlé vegna Covid.  Farið verður þann 29. nóvember n.k. og komið heim 3. desember.  

Áhersla verður lögð á að skoða það nýjasta í togveiðarfærum Hampiðjunnar, bæði botntrollum og flottrollum. 
Thyborøn mun kynna það nýjasta í Thyborøn hlerum og Simberg mun kynna það nýjasta frá Simrad.  Á milli þess sem veiðarfærin eru skoðuð verða haldnir fyrirlestrar og fræðslufundir um tengd efni.  Einnig verður farið í skoðunarferð í Karstensens skipasmíðastöðina í Skagen.

Þessar ferðir eru kjörinn vettvangur skoðanaskipta um allt það sem lítur að togveiðarfærum. Síðast en ekki síst er stór þáttur í þessum ferðum að þarna fá menn tækifæri til að hittast.
Við höfum miklar væntingar um góða þátttöku því langt er síðan farið var í svona ferð.  
 
Frekari upplýsingar gefa Einar P. Bjargmundsson, sími 664 3360 eb@hampidjan.is og Magnús Guðlaugsson, sími 664 3352 magnusg@hampidjan.is.

Please fill in the below details in order to view the requested content.