Gerast áskrifandi

Index: 0

Framleiðsluvörur Hampiðjunnar vöktu mikla athygli á Danfish International

17.10.2013

Framleiðsluvörur  Hampiðjunnar vöktu mikla athygli á Danfish International

Metþátttaka var á DanFish International sjávarútvegssýningunni sem haldin var í Álaborg í Danmörku dagana 9. til 11. október sl. Fyrirtæki frá meira en 20 þjóðlöndum sýndu framleiðsluvörur sínar á sýningunni og gestir voru frá meira en 40 löndum. Meðal sýnenda voru dótturfyrirtæki Hampiðjunnar í Danmörku, Cosmos Trawl í Hirtshals og Skagen og Nordsøtrawl í Thyboron.
Haraldur Árnason, markaðs- og sölustjóri Hampiðjunnar , segist vera mjög ánægður með það hvernig til tókst að þessu sinni og það sé greinilegt að uppsveifla sé í dönskum sjávarútvegi og í þeim löndum sem liggja að Norðursjó, Kattegat og Eystrasalti. 
Að sögn Haraldar voru það vörur eins og DynIce Togtaugar og DynIce Data höfuðlínukapllinn sem vöktu sérstaka athygli á sýningarbásnum. Togtaugarnar eru nú í notkun um borð í um 90 skipum og höfuðlínukapallinn í 10 skipum og fer áhuginn aðeins vaxandi.  
,,Sömuleiðis vakti nýi Helix kaðalinn áhuga margra en notkun á þantækninni, sem þessi nýi kaðall byggir á, hefur slegið í gegn. Til marks um það eru nú um 80% allra flottrolla, sem framleidd eru innan Hampiðjusamstæðunnar, sett saman úr þessum kaðli,“ segir Haraldur Árnason.   
,,Sýningin var mjög góð í alla staði. Sýningargestir voru frá öllum heimshornum og mikið um viðskiptavini sem heimsóttu Cosmos Trawl og dótturfélag þess Nordsøtrawl,“ segir Haraldur en þótt dönsku fyrirtækin þjónusti aðallega útgerðarfélög í Danmörku og annars staðar í Skandinavíu þá fara framleiðsluvörur þeirra víðar. 
Hampiðjan  er þar fyrir utan með starfsemi á austur- og vesturströnd Bandaríkjanna, í Kanada, Litháen, Rússlandi og á Nýja-Sjálandi, auk Íslands. Þá á Hampiðjan veiðarfærafyrirtækið Swan Net Gundry á Írlandi.

Please fill in the below details in order to view the requested content.