Gerast áskrifandi

Index: 0

Gulltoppur botntroll

30.05.2022

Botntrollið Gulltoppur, er afrakstur umfangsmikilla neðansjávar rannsókna- og þróunarvinnu á íslensku togaratrollunum sem voru gerðirnar 105 feta Mars troll og 90 feta Vestfirðingur á níunda áratugnum.

Neðansjávarmyndir af þessum vinsælu botntrollum sýndu ákveðna veikleikapunkta við kvarthorn á vængjum sem þurfti að lagfæra til að fá fram betra og hagkvæmara veiðarfæri. Vængir og búss voru aðlöguð að raunverulegu formi bobbingalengju og höfuðlínu botntrollsins á toginu sem leiddi til þess að bússlengjur á skver  og  við bobbinga styttust verulega, kantar á kvarthornum voru opnaðir og lengdir sem nam  styttingu bússlengjanna.  Jafnframt var netslaki milli yfirnets og undirnets jafnað, með því að taka slaka úr fastavængjum, fjarlægja skáahornið þar fyrir framan og setja gafl á vængsendann.

 

Álagspunktarnir á gamla trollinu hurfu að mestu og trollið tók á sig mun betri áferð og lögun í togi á botninum.  Jafnframt dró verulega úr netasliti og viðhaldi trollsins við breytingarnar.

Hin nýja hönnun Gulltoppsins, með tvöfalt meiri höfuðlínuhæð, sýndi að það gaf gamla trollinu ekkert eftir við veiðar í erfiðum aðstæðum  í bröttum köntum, hörðum straumi og  það veiddi jafn vel af fiski og oft betur en áður.

 

Gulltoppurinn er botntroll sem veiðir vel botnlægan fisk og það er auðvelt að stjórna því þannig að það sitji stöðugt og fylgi vel botninum á veiðislóðinni.

Gulltoppurinn er viðhaldslítið botntroll í notkun, sem eykur veiðitíma veiðarfærisins verulega. Það gefur áhafnarmeðlimum aukið svigrúm við verkun og frágang aflans sem ætti að stuðla að betri gæðum afurða hlutfallslega.

Please fill in the below details in order to view the requested content.