Gerast áskrifandi

Index: 0

Hampiðjan meðal sýnenda í Boston

4.03.2016

Sjávarútvegssýningarnar Seafood Expo North America og Seafood Processing North America verða haldnar í Boston 6. til 8. mars n.k. Hampiðjan mun taka þátt í sýningarhaldinu og verður starfsemi félagsins og framleiðsluvörur kynntar á sýningarsvæðinu.

Að sögn Guðbjarts Þórarinssonar, markaðs- og sölustjóra verður Hampiðjan á bás 2065 með Íslandsstofu og Sjávarklasanum. Guðbjartur segir að hér sú um að ræða nýtt samstarfsverkefni átta fyrirtækja innan Sjávarklasans sem koma saman undir merki Iceland í tæknihluta sýningarinnar.

,,Samstarfsverkefnið, „Fish & Ships,“ er nýtt af nálinni. Hugmyndin er sú að kynna undir einum hatti íslenska skipahönnun, veiðarfæri, vinnslu aflans og rekjanleika, með megin áherslu á virðiskeðjuna, þar sem veiðarfærin eru fyrsti og einn mikilvægasti hlekkurinn í öllu ferlinu,“ segir Guðbjartur.

Um þátt Hampiðjunnar sérstaklega hefur hann þetta að segja: ,,Við munum kynna helstu nýjungar Hampiðjunnar  í botn- og flottrollum með sérstaka áherslu á DynIce Togtaugar og DynIce Data gagnaflutningskapal. Einn af mörgum kostum togtauga er að þær geta dregið úr orkunotkun skipa við veiðarnar. Við munum einnig kynna nýja möguleika í DynIce Data sem felast í  hraðari og nákvæmari flutningi gagnamagns frá veiðarfærunum í veiðiferlinu. Framtíðarmöguleikar í stillingu á toghlerum og hágæða myndefni í rauntíma byggir á þessu hvor tveggja og eykur möguleika á hagkvæmari og betri stýringu veiða.

Þegar upp er staðið þá  ætti þessi nýja tækni að minnka verulega, veiðitæknilega séð, svonefnd  kolefnis fótspor á fiskafurðir í framtíðinni.“ segir Guðbjartur Þórarinsson.

Please fill in the below details in order to view the requested content.