Gerast áskrifandi

Index: 0

Hampiðjan styrkir stöðu sína á Bandaríkjamarkaði

20.08.2014

Á dögunum var gengið frá kaupum Hampidjan USA í Seattle á 65% hlut í netaverkstæðinu Swan Net USA L.L.C í Seattle USA.  Þrír stofnendur ásamt einum smærri meðeiganda hafa verið eigendur Swan Net USA frá stofnun þess félags frá árinu 1995 og keypti Hampidjan USA, sem er dótturfélag Hampiðjunnar hf., hlut tveggja þeirra í nánu samráði við þriðja aðaleigandann og framkvæmdastjórann, Seamus Melly. Seamus mun áfram eiga sinn upprunalega hlut sem er 32,5%.  Kaupverðið var USD 2.3 milljónir og hefur það verið greitt að fullu.

Hjörtur Erlendsson, nýráðinn forstjóri Hampiðjunnar, segir að kaupin styrki stöðu Hampiðjunnar á Bandaríkjamarkaði.

,,Hampidjan USA hefur framleitt og selt Gloríu flottroll og flottrollspoka fyrir uppsjávarskip sem stunda veiðar við vesturströnd Bandaríkjanna ásamt því að selja aðrar vörur Hampiðjunnar.  Góður árangur hefur náðst með þessum trollum við veiðar á alaskaufsa og hafa þau virkað sérstaklega vel þegar fiskurinn er dreifður en ekki í þéttum torfum.  Einnig hefur náðst góður árangur á þessu svæði með DynIce Togtaugar úr ofurefnum í stað hefðbundinna togvíra úr stáli.

 

Swan Net - group photoCrop

Frá vinstri; Ingi Þórðarson,  sölustjóri neta og kaðla hjá Hampiðjunni, Víðir Vernharðsson, framkvæmdastjóri Hampidjan USA, Seamus Melly, framkvæmdastjóri  Swan Net USA, Hjörtur Erlendsson forstjóri Hampiðjunnar and Katy Luedtke, fjármálastjóri, Swan Net USA.

Swan Net USA í Seattle er eitt stærsta netaverkstæði Bandaríkjanna og þjónar það aðallega uppsjávarflotanum sem gerður er út frá Seattle og Dutch Harbor í Alaska og sem veiðir m.a. alaskaufsa. Starfstöðvar Swan Net eru tvær, höfuðstöðvar í  Seattle og þjónustustöð í Dutch Harbor á Aleutian eyjunum nyrst við Kyrrahafið, en eyjaröðin skilur að Kyrrahaf og Beringshaf. Með því að sameina rekstur Hampidjan USA og Swan Net USA undir nafni Swan Net USA og breyta Hampidjan USA í eignarhaldsfélag verður staða fyrirtækisins afar sterk á þessu svæði,“ segir Hjörtur en hann fagnar því að framkvæmdastjóri og einn stofnenda Swan Net USA, Seamus Melly muni áfram veita fyrirtækinu forstöðu. 

Víðir Vernharðsson sem hefur verið framkvæmdastjóri Hampidjan USA undanfarin 6 ár verður einn af lykilmönnum sameinaðs félags og kemur til með að hafa umsjón með Gloríutrollum áfram ásamt því að sinna öðrum stjórnunarstörfum hjá Swan Net USA.

,,

Við erum sérstaklega ánægð með að fá Seamus Melly til liðs við okkur enda nýtur hann mikillar virðingar á þessu svæði fyrir framleiðslu og uppsetningu á vönduðum veiðarfærum og fyrir góða þjónustu sem er afar mikilvæg á þessum markaði. Seamus hefur sýnt það og sannað að hann er góður rekstrarmaður og undir stjórn hans hefur rekstur Swan Net vaxið og dafnað og skilað góðum hagnaði undanfarin mörg ár,“ segir Hjörtur Erlendsson.

Please fill in the below details in order to view the requested content.