Gerast áskrifandi

Index: 0

Kvikklínur auka verðmæti, afköst og skutrennu öryggi.

4.06.2020

,,Ég er mjög ánægður og ef eitthvað er fór árangurinn fram úr mínum björtustu vonum. Gæði aflans eru meiri og menn eru nú mun sneggri að afgreiða trollið en þeir voru áður. Vinna við skutrennu núna er hverfandi miðað við það sem áður var og áhöfnin gæti ekki verið ánægðari.”

Þetta segir Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey VE 54, um nýja DynIce kvikklínupokann frá Hampiðjunni sem Birgir Þór notar á trollið sem Vestmannaey er útbúin með. Togarinn er eitt af nýjustu skipum flotans og hóf það veiðar skömmu fyrir síðastliðin jól.

DynIce kvikklínupokinn er hannaður af Hermanni Guðmundssyni, rekstrarstjóra Hampiðjunnar á Akureyri, en uppsetning pokans fór fram hjá útgerðarfélaginu Bergi-Hugin í Vestmannaeyjum undir stjórn Guðna Hjörleifssonar, veiðarfærameistara. Þetta er skýrt dæmi um gott samstarf milli útgerðar og veiðarfæraframleiðenda þar sem báðir aðilar einbeita sér að lausnum sem leiða til betri gæða fiskaflans sem og að bæta verulega öryggi togveiðisjómanna.


Kvikklínupokinn, sem notaður er um borð í Vestmannaey, er fjögurra byrða og segir Birgir Þór að hann opnist betur og haldist betur opinn en aðrir trollpokar. Fyrir vikið eigi smáfiskur greiðari leið út úr trollinu þar sem möskvarnir haldist opnir í stað þess að leggjast saman.

,,Við notum svokölluð DynIce axlabönd á pokann og erum með svonefndan rússa eða leiðara þar fyrir framan. Þegar við tökum DynIce kvikklínupokann inn þá eru axlaböndin notuð. Það er því enginn þrýstingur á fisknum í pokanum áður en hann er innbyrtur. Það tekur okkur um 10-15 sekúndur  að hífa hann inn og á meðan er lágmarksþrýstingur á fiskinum. Áður en við fengum þennan kvikklínupoka notuðum við stroffur á togpokana. Það voru stundum settar tvær stoffur á pokann. Svo var híft og þetta ferli tók tvær til þrjár mínútur. Ég þarf því ekki að sjá neinar mælingar þegar ég fullyrði að við séum nú að koma með betra hráefni að landi,“ segir Birgir Þór Sverrisson.

Please fill in the below details in order to view the requested content.