Gerast áskrifandi

Index: 0

Laxeldið leitar nýrra próteingjafa

16.03.2018

Þetta segir Einar Skaftason, veiðarfærahönnuður hjá Hampiðjunni, en dagana 6. til 8. mars sl. sat hann ráðstefnu sem þróunarsjóðurinn Innovasjon Norge gekkst fyrir í Björgvin í Noregi. Á ráðstefnunni hélt Einar erindi um tilraunaveiðar Íslendinga á gulldeplu og laxsíld en Hampiðjan tók þátt í þróun veiðarfæra fyrir þessar veiðar í byrjun.


,,Af samtölum mínum við menn á ráðstefnunni er ljóst að hagsmunaaðilar  leita nú logandi ljósi að nýjum möguleikum til að koma til móts við kröfur um aukið laxeldi á heimsvísu. Menn átta sig mæta vel á því að helstu uppsjávarstofnar, sem nú eru undirstaða fiskmjölsframleiðslu, duga ekki til að laxeldið geti vaxið. Fiskimjöl nýtist afar vel í fiskeldi, því fyrir hvert 1,6 kg af fóðri í laxeldi fæst 1 kg af laxaflökum en t.d. í svínarækt þá þarf 5,9 kg af fóðri til að fá 1 kg af kjöti.
Menn eru tilbúnir til að verja miklum fjármunum til að þróa leiðir til að veiðar á s.s. laxsíld og gulldeplu standi undir sér. Sjónir manna beinast nú  að tegundum eins og gulldeplu og laxsíld en þessir stofnar halda sig á 200 til 1.000 metra dýpi í mjög dreifðu og ógreinilegu magni í hafinu.“

Greint frá reynslu Íslendinga

“Að sögn Einars gerði hann á ráðstefnunni grein fyrir veiðitilraunum Íslendinga og aðkomu Hampiðjunnar að þeim.
Það hafa verið gerðar nokkrar tilraunir til að veiða laxsíld í áranna rás með mjög takmörkuðum árangri. Við tókum þátt í leiðangri sem farinn var á Ásgrími Halldórssyni SF, árið 2002 og þar voru svæði beggja vegna Reykjaneshryggsins könnuð.

Við fengum þá eitt kolmunnahal og annað gulldepluhal í takmörkuðu magni þó. Þetta var á vegum LÍÚ, SR-Mjöls, Hampiðjunnar og Hafrannsóknarstofnunar. Síðar sama ár var farinn einn leiðangur á Huginn VE með svipuðum árangri,“ segir Einar. Það gerðist lítið á þessu sviði fyrr en fór að draga umtalsvert úr loðnuveiðinni á fyrsta áratugnum. Skömmu fyrir áramót 2008 kastaði  Guðmundur Huginn skipstjóri á Huginn VE, trolli á torfu undan Eyjum, upp á von og óvon, og aflinn reyndist þá vera gulldepla. Í ársbyrjun 2009 hófust síðan veiðar á gulldeplu og stóðu þær þar til loðnan varð veiðanleg  að nýju.“

16 mm möskvi virtist virka vel

Að sögn Einars fékk Hampiðjan mjög skamman tíma vegna upphafs gulldepluveiðanna á sínum tíma.

,,Þetta gerðist mjög hratt og við fengum lítinn tíma til þess að þróa ný veiðarfæri. Það, sem gafst best á þessum tíma, var að nota hefðbundin loðnutroll og gera breytingar á afturbelgnum og pokanum á þeim. Það þurfti að smækka möskvana til að forðast möskvasmug og 16 mm möskvi virtist reynast vel. Við fórum alveg niður í 9 mm en sú möskvastærð virkaði engan veginn,“ segir Einar Skaftason.

Please fill in the below details in order to view the requested content.