Gerast áskrifandi

Index: 0

Nýr og vandaður vörulisti ásamt vefsölu

11.12.2019

Vöruúrval Hampiðjunnar í veiðarfærum  og efnum til veiðarfæragerðar hefur aldrei verið meira en nú enda hafa margar nýjar vörur verið þróaðar undanfarna mánuði.  Í vörulistanum má finna allar gerðir botn- og flottrolla Hampiðjunnar ásamt pokum, nótum og víraþjónustu.   

Nýi vörulistinn gefur afar gott yfirlit yfir allar þessar vörutegundir og sérstaklega hvað varðar net og kaðla. Þar eru töflur þar sem má finna alla helstu eiginleika og línurit sem sýna sambandið milli átaks og teygju.  

Hvað varðar nýjungar má sérstaklega benda á nýju Prima ofurtógin ásamt Primanet en þessar vönduðu ofur sterku vörur eru á mjög hagstæðu verði.

Vörulistinn er tengdur við vefsölusvæði Hampiðjunnar og þegar smellt er á töflur þá opnast aðgangur að vefsölunni.  Þar hefur hver viðskiptavinur sérstakan aðgang að sínu svæði og þar er hægt að panta vörur, sjá vörur í pöntun og eldri reikninga.   Þegar pöntun er sett inn þá skráist hún beint í framleiðsluröðina og söludeildin fær póst sem vekur athygli á pöntuninni og hvað hún inniheldur. Þann tölvupóst er einnig hægt að senda sjálfvirkt til þeirra sem hver viðskiptavinur tilgreinir og þannig er hægt að búa til fljótlegt og aðgengilegt samþykktarferli.  Þetta styttir vinnslutíma pöntunarinnar og gerir starf allra sem að því koma markvissara og auðveldara ásamt því að spara þann tíma sem fer í að útbúa pöntunina.

Sjón er sögu ríkari og vörulistann má finna á forsíðu hampidjan.is undir Fishing Catalouge.​

Vörulistinn er í prentun og prentuðum eintökum verður dreift eftir áramótin til viðskiptavina Hampiðjunnar.

Please fill in the below details in order to view the requested content.