Gerast áskrifandi

Index: 0

Öll veiðarfærin í nýjasta skipi danska flotans frá Cosmos Trawl í Danmörku

29.10.2014

Öll veiðarfærin í nýjasta skipi danska flotans frá Cosmos Trawl í  Danmörku

Nýjasta og eitt glæsilegasta uppsjávarveiðiskip danska flotans Astrid S 246 var afhent sænskum og dönskum eigendum sínum, Astrid Fiskeri A/S, í lok júlímánaðar sl. Veiðar hófust skömmu síðar og hafa þær gengið mjög vel en öll veiðarfærin eru frá Cosmos Trawl í Skagen sem er dótturfyrirtæki Hampiðjunnar í Danmörku.

Astrid er sannarlega glæsilegt fiskiskip. Það var smíðað hjá Karstensens Skibsværft A/S í Skagen á Jótlandi, þaðan sem skipið er gert út. Astrid er tæpir 70 metrar á lengd, 15 metrar á breidd og mælist skipið alls 2.352 brúttótonn. Það er sérhannað til nóta- og flottrollsveiða og rými í sjókælitönkum er 2.100 rúmmetrar.

Að útgerðinni standa annars vegar fjölskyldufyrirtækið Johansson í Rörö í sænska skerjagarðinum í nágrenni Gautaborgar og hins vegar Danirnir Jean Vad og Mogens Christensen. Johansson fjölskyldan gerir einnig út sænska skipið Astrid  GG 764 og koma tvær kynslóðir í fjölskyldunni að útgerð þessara skipa. Börje og Tomas Johansson, eru skipstjórar á Astrid og synir þeirra, Daniel, Kristian og Johanes, leggja einnig stund á sjómennsku og eru tilbúnir til að taka við sem skipstjórar eða stýrimenn.

Helstu fisktegundir, sem Astrid er gerð út til veiða á, eru síld, makríll, spærlingur og sandsíli í Norðursjónum. Þá er skipið með brislingskvóta í Eystrasalti og kolmunnakvóta en veiðar á kolmunna eru aðallega stundaðar vestan við Bretlandseyjar.

 

image2-2crop


Veiðarfærin
Veiðarfærapakkinn frá Cosmos Trawl A/S í Danmörku samanstendur af eftirtöldum búnaði:

DynIce togtaugar eru 4.000 metra langar og eru þær 40 mm að þykkt.

DynIce Data höfuðlínukapall / gagnaflutningakapall er 2.200 metra langur og 12,8 mm þykkur.

DynIce grandara-og bakstroffubúnaður fyrir toghlera (tvö sett) og er þykktin 38 mm.


DynIce togtaug (30 mm) sem er 600 metra löng og er notuð sem undirlína fyrir snurpuvír nótarinnar.

DynIce togtaug (24 mm) sem er 400 metra löng og er notuð til að tengjast útenda nótarinnar.

T90 síldar- og makrílpoki.

Helix Hexagon 1.112 metra makríl- og síldarflottroll.

Helix Hexagon 1.216 metra makríl- og síldarflottroll.
Hannað og framleitt af Nordsötrawl í Thyboron.

Helix 10.240 möskva troll, sérhannað til veiða á sandsíli og spærlingi.

Tveir 70 metra langir spærlingspokar.

Ein hringnót ætluð til veiða á síld og makríl.       

Ýmiss konar varahlutabúnaður.

Cosmos Trawl og Hampiðjan óska útgerð og áhöfn allra heilla og velfarnaðar á nýja skipinu í framtíðinni.

Please fill in the below details in order to view the requested content.