Gerast áskrifandi

Index: 0

Rekstur Hampiðjunnar á Íslandi sameinaður í einu félagi.

27.12.2018

Á árinu gekk Hampiðjan hf. frá kaupum á öllu hlutafé í dótturfélaginu Fjarðanetum. Tilgangur kaupanna var að undirbúa flutning á starfsemi Hampiðjunnar á Íslandi í eitt félag.  Nafni Fjarðarneta verður breytt í Hampiðjan Ísland ehf. og sá hluti starfsemi Hampiðjunnar sem snýr að veiðarfæragerð, sölu og þjónustu á Íslandi verður færður inn í það félag.

“Með þessari breytingu verður skýrari fókus á sölustarfsemi á Íslandi og betri og heildstæðari þjónusta við viðskiptavini félagsins.  Samhliða þessu verður skilið á milli sölu á veiðarfæraefni og sölu á veiðarfærum með skýrari hætti líkt og er með önnur félög innan Hampiðjusamstæðunnar erlendis.” segir Hjörtur Erlendsson forstjóri Hampiðjunnar hf.

Áætlað er að breytingarnar komi til framkvæmda þann 1. janúar 2019.

 

Eftir sameininguna verða starfsstöðvar Hampiðjunnar á Íslandi 5 talsins; í Reykjavík, Vestmannaeyjum, Neskaupstað, Akureyri og á Ísafirði.​ Starfsmenn Hampiðjan Ísland verða um 63 talsins eftir þessa breytingu.

Jón Oddur Davíðsson núverandi sölu- og markaðsstjóri Hampiðjunnar mun taka við starfi framkvæmdastjóra Hampiðjan Ísland, Árni Skúlason verður framleiðslustjóri, Jón Einar Marteinsson mun stýra útibúinu á Austurlandi, Hermann Guðmundsson verður rekstrarstjóri á Akureyri og Snorri Sigurhjartarson rekstrarstjóri á Ísafirði.

Please fill in the below details in order to view the requested content.