Gerast áskrifandi

Index: 0

Spennandi nýjungar kynntar í tankferð Hampiðjunnar

22.12.2016

,,Það gekk mjög vel líkt og venjulega í þessum ferðum. Að þessu sinni voru gestir okkar um 75 talsins frá tíu þjóðlöndum. Þátttaka íslenskra skipstjóra var mjög góð og betri en oftast áður. Fyrir það erum við sérstaklega þakklátir,“ segir Haraldur Árnason hjá Hampiðunni en félagið stóð á dögunum fyrir sinni tuttugustu og fimmtu kynningarferð fyrir fulltrúa viðskiptavina í tilraunatankinn í Norðursjávarmiðstöðinni í Hirtshals í Danmörku.

Kynningarferðir sem þessar á vegum Hampiðjunnar hafa verið á dagskrá félagsins um árabil. Starfsmenn hönnunar- og veiðarfæra-deildar fyrirtækisins hafa haft veg og vanda af því að skipuleggja þessa þriggja daga vinnuferð í tilraunatankinn í Hirtshals  með tilheyrandi dagskrá, þar sem sýnd voru 25 líkön af veiðarfærum. Stóð ferðin yfir dagana 6. til 9. desember að þessu sinni. Gestir voru frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi, Danmörku, Svíþjóð, Frakklandi, Rússlandi, Japan, Síle og Kanada.


,,Að venju vöktu flottrollin mikinn áhuga og var greinlegt að 1760 metra Gloríu Helix makríltroll Hampiðjunnar hefur slegið  í gegn meðal skipstjórnarmanna. Einnig var mikill áhugi á 1408 metra Gloríu Helix loðnuflottrollinu þar sem sáust athyglisverðar breytingar, þrátt fyrir dauft útlit í loðnuveiðum Íslendinga eins og staðan er í dag. Þá var einnig gerður góður rómur af 2560 metra Gloríu kolmunnatrollinu sem nýlega var reynt um borð í Venusi NK 150 með ágætum árangri.


Þá var einnig mikill áhugi á ýmsum gerðum af botntrollum sem er verið að þróa fyrir nýju ísfisk-og frystitogarana sem væntanlegir eru til landsins á næsta ári. Hampiðjan og Fjarðanet buðu upp á nokkrar stærri útfærslur svo sem Strenginn, Bacalao, H-toppinn og Hemmer með  áherslu á meiri breidd í trollin milli vængenda og rokkhoppers sem þóttu mjög áhugaverðar hjá framtíðar skipstjórum þessara skipa.", sagði Haraldur Árnason.

Please fill in the below details in order to view the requested content.