Gerast áskrifandi

Index: 0

TANKFERÐ HAMPIÐJUNNAR Í TILRAUNATANKINN Í HIRTSHALS 9.-11. DESEMBER 2015

30.10.2015

Dagana 9. til 11. desember nk. mun Hampiðjan standa fyrir hinni árlegu kynningu sinni á veiðarfærum fyrirtækisins í tilraunatanknum í Nordsjcenter í Hirtshals í Danmörku. Ferðin í tilraunatankinn í  hefur verið fastur liður í starfsemi Hampiðjunnar um árabil.

Auk kynningar á því hvernig veiðarfærin virka við sem raunverulegastar aðstæður verða haldnir fyrirlestrar um þróun í gerð veiðarfæra og kynntar  framleiðsluvörur sem Hampiðjan og samstarfsaðilar fyrirtækisins bjóða upp á. Auk Hampiðjunnar mun toghleraframleiðandinn Thyborøn sýna  nýju línuna í hlerum og vera með í veiðarfæratilraunum fyrirtækjanna. Einnig verða  starfsmenn  Marport á meðal gesta og munu þeir einnig sýna helstu nýjungar í veiðarfæranemum, í formi fyrirlestra, og  verða með í prófunum hinna ýmsu veiðarfæra.

Fulltrúar íslenskra útgerða verða að vanda fjölmennir en auk þess fáum við gesti frá Færeyjum, Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Spáni, Hollandi, Bandaríkjunum, Rússlandi og Suður-Ameríkuríkjum. Enn er að bætast við hópinn en margir skipstjórnar- og útgerðarmenn taka oft ákvarðanir með stuttum fyrirvara hvað varðar þátttöku sína. Ræðst það m.a. af því hvenær skipin eru í landi og menn eiga heimangengt. Oft er það svo  að nokkuð stór hópur skráir sig til þátttöku síðustu dagana áður en ferðin er farin.

Flugfélög eru orðin nokkuð ströng á að hópferðir séu bókaðar  með góðum fyrirvara.  Við  biðjum  þátttakendur að taka tillit til þess og vera í sambandi við okkur  sem fyrst , með nöfn væntanlega þáttakenda.

Að sögn Haraldar Árnasonar  markaðs- og sölustjóra Hampiðjunnar verður dagskráin fjölbreytt að þessu sinni. Meðal nýjunga megi nefna nýtt ,,Gloríu 2560m  breiðtroll sem sérstaklega er ætlað til veiða á kolmunna , síld og makríl. „Þessi nýja útfærsla er búin að vera á teikniborðinu í nokkurn tíma. Einnig verða kynntar nýjungar í botntrollum, belgjum,  trollpokum og fleira við þetta tækifæri.“

Þátttakendurnir frá Íslandi munu fljúga utan þann 8. desember en brottför heim verður þann 11. desember.  Margir eru farnir að nota helgina sem nú er dagana 11.-13. desember til að spóka sig um í Kaupmannahöfn, enda jólaundirbúningur Dana í hámarki á þessum tíma og borgin skreytt í jólalitunum. Góð stemning hefur alltaf skapast í þessum ferðum og margir sem hitta þar betri helminginn og eiga ánægjulega helgi saman.  Hampiðjan hefur pantað hótelherbergi á SP34 boutique hótelinu http://www.brochner-hotels.dk/our-hotels/sp34/ sem er nýtt hótel í hjarta Kaupmannahafnar. Þeir sem vilja verja helginni með okkur geta verið í sambandi við Hampiðjuna  sem mun sjá um að bóka herbergi fyrir viðkomandi.

Hlökkum til að sjá sem flesta.  
Nánari upplýsingar um ferðina og ferðatilhögun er að finna á meðfylgjandi tengli:Tankbod Islenska 2015.pdf

Please fill in the below details in order to view the requested content.