Gerast áskrifandi

Index: 0

Tankferðin tókst vel að vanda

17.12.2018

,,Ferðin gekk mjög vel og ég held ég geti fullyrt með vissu að það var almenn ánægja með það hvernig til tókst. Trollin frá Hampiðjunni og dótturfélaginu Fjarðaneti voru í aðalhlutverki þessa þrjá daga í tankinum og menn voru sammála um að það er mjög mikilvægt fyrir skipstjórnarmenn að sjá hvernig veiðarfærin bregðast við mismunandi aðstæðum. Til þess er tilraunatankur, eins og sá sem er í Norðursjávarmiðstöðinni í Hirtshals í Danmörku, kjörinn vettvangur.”


Þetta segir Jón Oddur Davíðsson, sölu- og markaðsstjóri Hampiðjunnar, en hann fór fyrir um 60 manna hópi sem heimsótti tilraunatankinn í Hirtshals á dögunum. Slíkar kynningar- og fræðsluferðir hafa verið árviss viðburður hjá Hampiðjunni um árabil og að þessu sinni voru gestir frá Noregi, Hollandi, Rússlandi og Chile auk fulltrúa íslenskra útgerðarfélaga.

Líkt og undanfarin ár var lögð áhersla á að sýna það nýjasta í veiðarfæra- þróun Hampiðjunnar í botn- og flottrollsveiðum.
  Þar á meðal eru botntrollin frá Fjarðaneti.  Í því sambandi má nefna Hampiðjan Wide trollið, H-Toppinn og Hemmer trollið sem og tveggja trolla útbúnað Breka VE.

,,Einnig sýndum við ýmsar gerðir af botn- og flottrollspokum með T90 tækninni og DynIce Quick línum og það nýjasta á sviði hleragerðar hjá Thyborøn Trawldoors. Á flottrollssviðinu var fjallað um Gloríu flottroll Hampiðjunnar til síldar-, makríl- og kolmunnaveiða en þessi troll hafa reynst afar vel á veiðum á uppsjávarfiski á undanförnum árum. Það sem mesta athygli vakti, var 2048 metra Gloríu flottrollið með 32 metra stærstum möskum sem hefur sýnt mikla yfirburði í síldveiðinni í haust, nýtt fjögurra trolla kerfi með fjórum hlerum frá Cosmos Trawl, tveggja trolla Hemmer kerfi Breka VE, og nýju Bluestream hlerarnir frá Thyboron og” segir Jón Oddur en hann tekur einnig fram að ferðirnar til Hirtshals nýtist mönnum líka til kynna sér nýjungar í fiskleitartækni, veiðarfæranemum og veiðarfæratækni.


,,Starfsmenn Thyboron voru með fyrirlestur varðandi nýjungar í hlerum og þá helst í því sem nefnt hefur verið semi- pelagic hlerar. Nýju Bluestream hlerarnir voru fyrir stuttu til reynslu um borð í Kaldbaki og komu afskaplega vel út úr þeirri prufu. Sérfræðingar Scanmar fræddu menn svo um nýjungar í fiskleitartækni og veiðarfæranemum.  Einnig var farið í heimsókn til Karstensen skipasmíðastöðvarinnar í Skagen og skip í smíðum þar skoðuð.” segir Jón Oddur Davíðsson, sölu- og markaðsstjóri Hampiðjunnar.

Please fill in the below details in order to view the requested content.